Fréttir

Fréttatíminn - Rannsakađ hvort börn séu keypt til ćttleiđingar til Íslands

23.11 2012

Mál eru til rannsóknar hjá lögreglu ţar sem grunur er um mansal barna sem flutt hafa veriđ ólöglega hingađ til lands međ fölsuđum skjölum, samkvćmt heimildum Fréttatímans. Ć fleiri börn koma ólöglega til landsins en Útlendingastofnun hefur hert eftirlit međ ţessum málum ađ undanförnu.

Fyrir stuttu barst yfirvöldum tilkynning um grunsemdir um ađ barn á fjórđa ári sem kom til landsins fyrr á árinu vćri ekki barn pars sem ţóttist vera foreldrar ţess. Rannsókn lögreglu, Útlendingastofnunar og barnaverndaryfirvalda leiddi í ljós ađ grunurinn var á rökum reistur og játađi pariđ, íslenskir ríkisborgarar, ađ vera ekki foreldrar barnsins. Ranglega kom fram í fjölmiđlum í gćr ađ barniđ vćri kornabarn.

Ţetta er yngsta barn sem vitađ er til ađ komiđ hafi til landsins á fölskum forsendum. Fyrir tveimur árum féll hins vegar fyrsti dómurinn í hćstarétti í máli sem ţessu. Sjö ára stúlka var flutt til landsins áriđ 2006 en tveimur árum síđar barst barnaverndarnefnd tilkynning um grunsemdir um móđerni barnsins. Rannsókn leiddi í ljós ađ foreldrarnir voru ekki raunverulegir foreldrar barnsins og ţađ var í kjölfariđ tekiđ af ţeim og komiđ fyrir á fósturheimili.

Samkvćmt heimildum Fréttatímans eru nokkur mál sem ţessi til rannsóknar hér á landi. Rannsókn ţessara mála miđast međal annars ađ ţví ađ kanna hvort fólk hafi í einhverjum tilfellum fariđ héđan til útlanda og keypt barn til ćttleiđingar. Algengara sé hins vegar ađ fólk sćki barn ćttingja í von um betra líf hér á landi en í heimalandinu.

Ţegar upp koma mál sem ţessi tilkynnir Útlendingastofnun barnaverndarnefnd um barniđ og fer nefndin upp frá ţví međ málefni barnsins hvađ varđar velferđ ţess.

Ađ sögn Braga Guđbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, er máliđ rannsakađ til fullnustu í ţví skyni ađ leiđa í ljós hvađan barniđ kemur, hverjir séu foreldrar ţess og hvers vegna barniđ sé í höndum fólksins sem ţykjast foreldrar ţess. Ţá sé lagt mat á til hvađa ađgerđa sé rétt ađ grípa međ tilliti til hagsmuna barnsins. „Hugsanlegt er ađ barniđ hafi veriđ tekiđ ófrjálsri hendi, ţá er barninu skilađ til réttmćtra forsjárađila eđa foreldra ef ţeir finnast og ađstćđur réttlćta ţađ,“ segir Bragi. „Barninu er hugsanlega fundnir nýir foreldrar hér á landi og loks er ekki hćgt ađ útiloka ađ ţau sem komu međ barniđ til landsins fái ađ halda barninu, sé ţađ ţví fyrir bestu,“ segir Bragi.

„Ekki er hćgt ađ loka augunum fyrir ţví ađ börn ganga kaupum og sölum. Fólk langar ađ eignast barn en getur ţađ ekki og er tilbúiđ til ađ reiđa fram fjármuni til ađ láta ţađ gerast,“ segir hann. Algengast sé ţó ađ börn séu fćrđ í umsjá ćttingja sem komi međ ţau hingađ til lands ţar sem ađstćđur eru ađrar til uppvaxtar.

Sigríđur Dögg Auđunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is


Svćđi