Fréttir

RÚV - Styttri biðlisti eftir ættleiðingum

Biðlistinn eftir að ættleiða barn erlendis frá hefur styst um 20 prósent á nokkrum misserum. Formaður Íslenskrar ættleiðingar segir fjölguna ættleiðinga frá Kína eiga stóran þátt í því.

Sendinefnd frá kínverskum ættleiðingaryfirvöldum er stödd hér á landi og var móttaka haldin í dag í Ráðhúsinu í tilefni af því. Þar voru meðal annars hátt í hundrað börn sem hafa verið ættleidd frá Kína. Tólf af þeim 19 börnum sem voru ættleidd voru erlendis frá í fyrra komu þaðan.

Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir samstarfið hafa gengið vel. Nú sé staðan orðin þannig að flest börn sem ættleidd hafi verið til landsins komi frá Kína. Komið hafi 165 börn frá Kína til Íslands. Íslensk ættleiðing sé gríðarlega þakklát kínversku þjóðinni og fagnað sé í dag í tilefni af því.

Þetta hefur meðal annars orðið til þess að biðlistar hafa styst um 20 prósent á nokkrum misserum. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir þeirri styttingu. Hörður segir að önnur ástæðan sé sú að það fjölgi ekki eins hratt inn á biðlistana núna vegna þeirra þrenginga sem við séum að ganga í gegnum.

Hörður segir að kínverska sendinefndin hafi lýst yfir áhuga á að halda áfram samstarfi við Ísland, þrátt fyrir að ættleiðingum í heild frá Kína hafi fækkað.


Svæði