Fréttir

RUV - Undirrita þjónustusamning um ættleiðingar

Mynd: Nordic Photos/AFP
Mynd: Nordic Photos/AFP

Fyrst birt: 05.12.2013 09:28, Síðast uppfært: 05.12.2013 09:28

Íslensk ættleiðing hefur löggildingu innanríkisráðuneytisins til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum. Í gær var skrifað undir þjónustusamning þess efnis sem gildir út næsta ár. Fjárveitingar verða ákveðnar með fjárlögum hverju sinni.

Gert er ráð fyrir ráðuneytið leggi til fjármagn og að Íslensk ættleiðing veiti þá þjónustu sem kveðið er á um. Meðal þess er að annast meðferð umsókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslumann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleiðingar, veita ráðgjöf eftir ættleiðingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins.

Undirrita þjónustusamning um ættleiðingar


Svæði