Fréttir

VÍSIR - Ćttleidd ungmenni í leit ađ uppruna sínum

„Ţađ er alltaf ađ aukast ađ ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvćmdastjóri Íslenskrar ćttleiđingar, sem stendur fyrir frćđslufundum um helgina um leit ćttleiddra ungmenna ađ uppruna sínum. 

Sérstakir gestir á fundunum eru ţau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson, sem voru sem börn ćttleidd til Svíţjóđar frá Kolkata á Indlandi, en sneru til baka á síđasta ári ţar sem ţau unnu međal annars á barnaheimilinu ţar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuđi ćvi sinnar. 

Í samtali viđ Fréttablađiđ segir hvort ţeirra sína söguna um hvenćr ţráin til ađ vita meira um uppruna sinn gerđi vart viđ sig. „Ég var sennilega bara fimm ára ţegar ég áttađi mig á ţví ađ ég var frábrugđinn vinum mínum,“ segir Sebastian, sem er 29 ára gamall. 

„Áhuginn á ađ vita meira um uppruna minn magnađist svo sífellt ţegar ég varđ fullorđinn, og mér fannst eins og ţađ vćri ákveđiđ tómarúm innra međ mér.“ Lisa, sem er 23 ára, segist hins vegar ekkert hafa velt ţessum málum fyrir sér, framan af. 

„Sem barn hugsađi ég aldrei um ađ ég vćri frábrugđin öđrum. Ég bjó í litlu ţorpi ţar sem allir ţekkja alla og komiđ var fram viđ alla á sama hátt. Áhuginn á ađ leita róta minna kom ekki fyrr en í framhaldsskóla. Ţá fór ég međal annars ađ velta ţví fyrir mér hvernig ég gćti gefiđ af mér ţannig ađ ég kom mér í samband viđ ćttleiđingastofnun og upp úr ţví ákvađ ég ađ fara út til Indlands.“ 

Indlandsdvöl Sebastians og Lisu var gefandi ađ ţeirra sögn, en kom um leiđ á óvart. „Ég hélt ađ ég myndi komast í tengsl viđ indverskar rćtur,“ segir Sebastian, „en ţess í stađ áttađi mig betur á ţví ađ ég er sćnskur í gegn.“ 

Lisa tekur í sama streng. „Ég hélt ađ ég myndi upplifa mig indverska, ţar sem ég var umkringd fólki sem líkist mér, en ţess í stađ áttađi ég mig enn betur á ţví ađ ég er algjörlega sćnsk,“ segir hún og hlćr. 

Bćđi hafa ţau fullan hug á ađ fara aftur til Indlands á nćstunni til ađ vinna međ börnum. Fundirnir verđa tveir og eru haldnir verđa í gamla Sjómannaskólanum, annars vegar klukkan 14 í dag, ţar sem ćttleidd ungmenni hittast, og hins vegar á sama tíma á morgun en sá fundur er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is

http://visir.is/aettleidd-ungmenni-i-leit-ad-uppruna-sinum/article/2013705259927


Svćđi