Fréttir

Vísir - Biđ eftir ćttleiđingu lengist

INNLENT
KL 02:00, 29. JÚNÍ 2009

Ćttleiđing tók eitt til tvö ár fyrir nokkrum árum. Nú ţurfa tilvonandi foreldrar ađ bíđa í allt ađ fjögur ár. Líklegra er ađ biđtíminn lengist en styttist.fréttablađiđ/getty
Ćttleiđing tók eitt til tvö ár fyrir nokkrum árum. Nú ţurfa tilvonandi foreldrar ađ bíđa í allt ađ fjögur ár. Líklegra er ađ biđtíminn lengist en styttist. fréttablađiđ/getty
 

Biđtími eftir ćttleiđingum frá erlendum ríkjum er nú ţrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biđtíminn mun styttri, eđa um eitt til tvö ár. Ţetta kemur fram í meistararitgerđ í lögfrćđi frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur.

Ísland hefur veriđ ađili ađ Haag-samningi um samvinnu varđandi ćttleiđingar milli landa frá 2000. Helsta markmiđ samningsins var ađ stytta biđ eftir erlendum börnum til ćttleiđingar. Markmiđiđ hefur ekki náđst, ađ mati Ólafar. Ţróunin sé frekar í hina áttina. „Biđtíminn er svo langur af ţví miklu meiri eftir­­spurn er eftir ćttleiđingu heldur en frambođ af börnum," segir hún.

Ragna Árnadóttir dómsmála­ráđherra segir vandamáliđ ekki séríslenskt heldur alţjóđlegt og ađallega til komiđ vegna ţess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir ţađ undir ćttleiđingarfélögum komiđ ađ afla nýrra sambanda viđ erlend ríki. Stjórnvöld búi ađeins til lagaumgjörđina, en geri ţađ sem ţau geta til ađ styđja viđ bakiđ á félögunum.

„Međ ţví ađ afla nýrra sambanda gćtu félögin opnađ á ćttleiđingarleiđir sem ekki eru til stađar í dag," segir Ragna. Ţannig gćti biđtíminn styst.
Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ćttleiđingarfélagsins Alţjóđlegrar ćttleiđingar, hefur sjálf veriđ á biđlista hjá Íslenskri ćttleiđingu frá ţví í október 2005 vegna ćttleiđingar frá Kína. Alţjóđleg ćttleiđing var stofnuđ síđasta haust og hefur ţađ ađ markmiđi ađ opna á samninga viđ fleiri lönd en veriđ hefur á Íslandi. Nýlega var gengiđ frá samningum viđ Pólland.

Karen veit ekki hvenćr kemur ađ sér. „Kínverjar gefa ţá skýringu á biđinni ađ betra ástand sé í landinu og gefin séu fćrri börn til ćttleiđingar," segir Karen. Ţá hafi innlendum ćttleiđingum ţar fjölgađ. 
Hún segir ađ međ ţessu áframhaldi geti Íslendingar veriđ ađ horfa upp á enn lengri međaltíma, allt upp í fimm ár. „Ţađ eina sem mađur getur gert er ađ fylgjast međ og bíđa. Mér sýnist ég vera ađ horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viđbótar."- vsp


Svćđi