Fréttir

visir.is - Fordómar eru aš verša įžreifanlegri

Mynd: VĶSIR/ANTON BRINK
Mynd: VĶSIR/ANTON BRINK

Gušnż Hrönn skrifar  7. október 2017 08:30

Leikararnir Jónmundur Grétarsson, Tinna Björt Gušjónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson fara meš hlutverk ķ leikritinu Smįn. Leikritiš fjallar um fordóma af żmsu tagi og žaš višfangsefni snertir viš žeim persónulega žar sem žau eru dökkir Ķslendingar og hafa reglulega ķ gegnum tķšina rekiš sig į hindranir vegna hśšlitar, ekki sķst ķ heimi leiklistarinnar.


Jónmundur, Tinna og Hafsteinn eru sammįla um aš markmišiš meš aš setja leikverkiš Smįn upp į Ķslandi sé mešal annars aš vekja fólk til umhugsunar um fordóma sem fela sig gjarnan ķ undirmešvitundinni.

Žaš var Jónmundur sem fékk hugmyndina aš žvķ aš setja Smįn, sem į ensku heitir Disgraced, upp ķ ķslensku leikhśsi. „Verkiš sat svo ķ mér eftir fyrsta lestur og ég var kominn meš nóg af öllu sem var aš gerast ķ samfélaginu. Sem listamönnum ber okkur einfaldlega skylda til žess aš setja upp verk eins og Smįn. Mašur vill bara leggja sitt af mörkum,“ segir Jónmundur, alltaf kallašur Jonni. „Ég sį strax aš žetta er verk sem getur haft įhrif. Žaš lętur fólk hugsa um įstandiš ķ heiminum og sömuleišis lķta inn į viš og kannski opna augun fyrir leyndum fordómum.“

„Žaš hefur veriš gaman aš taka žįtt ķ žessu ferli ķ kringum verkiš. Lķka pķnu persónulegt fyrir okkur sem erum dökk og höfum fengiš aš kynnast fordómum, mešal annars ķ formi žess aš vera svo oft „type-cöstuš“ ķ hlutverk,“ segir Tinna sem notar oršiš „type-cast“ til aš vķsa ķ žegar leikari er endurtekiš rįšinn ķ hlutverk af sömu tegund vegna einhverrar sérstöšu, ķ žeirra tilfelli vegna hśšlitar.

Spurš nįnar śt ķ hvernig sé aš vera dökkur leikari į Ķslandi hafa žau frį mörgu aš segja.

„Žaš er gaman aš fį aš taka žįtt ķ žessari sżningu meš Žjóleikhśsinu žvķ žau eru aš fara nżja leiš. Ég veit ekki um ašra sżningu žar sem eru eins margir dökkir leikarar į sviši,“ segir Tinna.
Jonni tekur undir. „Žaš er lķka gaman aš karakterarnir sem viš leikum eru vel stętt fólk. Žaš er svolķtiš ólķkt žvķ sem viš erum vön. Žegar viš fįum hlutverk žį erum viš yfirleitt „type-cöstuš“ og einhverra hluta vegna žį eru žau hlutverk oft fórnalömb, glępamenn, dópistar, śtlendingar og svo framvegis. En ķ Smįn erum viš aš leika fólk sem hefur nįš langt og hefur barist fyrir sķnu.“

„Viš erum sjö eša įtta leikarar į Ķslandi sem erum af öšrum kynžętti og viš erum vanalega „type-cöstuš“. Viš erum bara svolķtiš į eftir hérna į Ķslandi hvaš žetta varšar, mišaš viš til dęmis önnur Noršurlönd,“ śtskżrir Jonni. Hann segist vera bśinn aš įtta sig į aš žaš sé enginn aš fara aš berjast fyrir žvķ aš koma fjölbreyttari leikarahóp aš ķ ķslensku leikhśslķfi, nema žau sjįlf. „Žaš er enginn aš fara aš gera žetta fyrir okkur. En žetta er žaš sem viš erum aš vinna aš. Viš ętlum aš sżna aš viš getum leikiš venjulegt fólk. Hlutirnir žurfa ekki alltaf aš snśast um dökk hlutverk og hvķt hlutverk. Annars stašar ķ Evrópu eru hlutirnir komnir lengra. Dökkir leikarar eru aš leika Hamlet eša hvaš sem er. Viš erum ķslensk og žetta į ekki aš skipta mįli.“

Tinna tekur ķ sama streng. „Algjörlega. Eins og ķ Bretlandi, žegar žaš var veriš aš setja upp Harry Potter, žį var Hermione oršin dökk. Žó viš séum komin svona stutt Ķslandi žį er samt gaman aš vera partur af leiksżningu žar sem veriš er aš taka žessi fyrstu skref.“

Jonni bendir lķka į aš žegar fólk sér dökka leikara endurtekiš ķ hlutverkum glępamanna og ógęfufólks žį geti villandi hugmyndir lęšst inn ķ undirmešvitund fólks.
„Fólk gleymir gjarnan aš žessir mišlar eru svo grķšarlega sterkir og öflugir. Žeir hafa mikil įhrif į hvernig menningin mótast og fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir žvķ.“
Hafsteinn kannast viš aš hafa fengiš nokkuš einsleit hlutverk vegna śtlitsins. „Sammįla. Og žess vegna er alltaf svo gaman aš sjį verk žar sem žaš skiptir ekki mįli hvernig leikararnir eru į litinn. Ég man bara eftir aš žegar ég var ķ Kvikmyndaskólanum var ég oft lįtinn leika ofbeldismann, fķkniefnasala eša eitthvaš įlķka. En einu sinni sagši ég: „Hey, nśna vil ég leika eitthvaš annaš er vondan gaur.“ Žį var sagt viš mig: „Jį, jį, Haffi minn. Žś leikur kassastarfsmann ķ Bónus,““ segir hann og hlęr og tekur fram aš honum žyki samt sem įšur mjög gaman aš leika glępamenn og annaš ķ žeim dśr.

„Ég fékk lķka sķmhringingu um daginn og var bošiš hlutverk gaurs sem er aš smygla. Ég komst ekki ķ žaš verkefni en sagši aš žaš mętti hringja ķ mig aftur. Skömmu sķšar var mér bošiš annaš hlutverk og žį įtti ég aš vera aš stinga lögguna af,“ segir Hafsteinn og skellir upp śr. „Ég meina, vantaši ekki einhvern ķ hlutverk bankastjóra eša?…?“

Spurš śt ķ hvort žau hafi fengiš hlutverk sem snśast ekki um aš žau séu dökk svara žau jįtandi. „Jį, jį, žetta er alveg aš breytast. Nśna var ég til dęmis aš leika ķ mynd sem heitir Pity the Lovers og žar leik ég bara einn félagann. En žaš er bara ótrślega oft aš mašur er „type-castašur“.“

 


Ķ ķslensku leikhśsumhverfi eru dökkir leikarar oftar en ekki „type-castašir“ aš sögn Hafsteins, Tinnu og Jonna.VĶSIR/ANTON BRINK
 

Jonni bendir į aš žó aš žau séu aš ręša žaš sem betur mętti fara žį sé lķka mikilvęgt aš taka fram aš öll hafi žau fengiš góš hlutverk į ferlinum. „Ég hef til dęmis leikiš ķ tveimur sżningum į stóra svišinu ķ Žjóšleikhśsinu svo dęmi sé tekiš.“

„Žetta er alveg aš breytast og žaš er gaman aš sjį breytinguna gerast, hśn er hęg en žetta er allt aš fara ķ rétta įtt. Ég trśi žvķ innilega aš viš žrjś gętum einhvern tķmann veriš ķ uppsetningu į Njįlu til dęmis. Žaš vęri sjśklega gaman,“ segir Tinna.

 

Alvarlegri fordómar
Jonni, Tinna og Hafsteinn hafa sķšan žau voru lķtil börn fundiš fyrir fordómum aš einhverju leyti en žau eru sammįla um aš fordómar séu smįtt og smįtt aš verša įžreifanlegri og alvarlegri. Žess vegna er Smįn unniš ķ samtarfi viš Rauša krossinn.

Spurš śt ķ hvernig samstarfiš viš Rauša krossinn kom til segir Jonni: „Ég įkvaš aš hafa samband viš žau vegna žess aš žetta snżst um meira en bara leikritiš fyrir mér. Og teymiš hjį Rauša krossinum stakk upp į aš žetta gęti veriš góšur vinkill inn ķ Vertu nęs-verkefniš sem žau standa fyrir.“ Žess mį geta aš žaš verkefni er įskorun til fólks aš koma fram hvert viš annaš af viršingu óhįš uppruna, litarafti og trśarbrögšum.

„Ķ dag veršur mašur var viš mun įžreifanlegri fordóma,“ segir Tinna. „Fyrir mitt leyti, jś, aušvitaš varš mašur fyrir einhverjum fordómum sem krakki, žvķ žaš voru ekki margir dökkir krakkar į Ķslandi žegar viš vorum aš alast upp. En žaš var samt ęšislegt aš alast hérna upp,“ śtskżrir hśn. Hafsteinn og Jonni taka undir meš henni.

„En mašur var samt oft kallašur „Haffi svarti“ og mašur heyrši af „Jonna svarta“,“ segir Hafsteinn sem getur ekki annaš en skellt upp śr žegar hann rifjar upp atvik śr ęsku. „Mašur var bara farinn aš trśa žvķ aš mašur vęri einhver körfuboltamašur frį Chicago sko. Mašur var alltaf ķ Jordan-treyju. Dökkur strįkur į Ķslandi var alltaf bara „from the hood“. Svo sagši mašur krökkunum aš mašur vęri frį Sri Lanka og žį spuršu žau hvar žaš vęri ķ Bandarķkjunum.“

Hafsteinn, Jonni og Tinna hafa mikinn hśmor fyrir žessum hugmyndum sem börn žį höfšu gjarnan um dökkt fólk. En žegar tališ berst aš fordómum fulloršins fólks nśna, įriš 2017, žį breytist stemningin ķ hópnum.

„Hlutirnir hafa veriš aš breytast og fordómar eru aš verša öšruvķsi,“ segir Jonni. „Žaš eru nżnasistahópar aš spretta upp og žaš er rosalega ógnvekjandi. Žegar mašur var lķtill žį var lķfiš bara geggjaš og mašur upplifši ekki beint fordóma, frekar fįfręši. En margt af žvķ sem er aš gerast nśna eru hreinir fordómar. Og žaš er žess vegna sem leikverkiš Smįn var skrifaš. Eftir aš ég varš fulloršinn žį hef ég alveg lent ķ žvķ til dęmis aš mašur er aš fara inn ķ lyftu meš einhverjum ókunnugum en svo lķtur einstaklingurinn į mann og fer ķ burtu. Žannig aš viš erum bśin aš lenda ķ miklu meiri fordómum nśna sķšustu tuttugu įr heldur en žegar viš vorum lķtil.“

Jonni tekur svo skotįrįsina ķ Las Vegas fyrr ķ vikunni sem dęmi. „Žessi mannskęša įrįs sżnir forréttindi hvķta fólksins. Žaš er ekki bśiš aš stimpla įrįsarmanninn sem eitt eša neitt. En um leiš og žetta hefši veriš dökkur einstaklingur žį hefši umręšan strax breyst og heilu hóparnir hefšu oršiš fyrir aškasti.“

„Og eins meš įrįsina į tvķbura­turnana 11. september. Žį breyttust ekki hlutirnir bara ķ Bandarķkjunum heldur breyttist allt fyrir fólk eins og okkur. Žaš lį viš aš mašur vęri stoppašur nįnast ķ hvert einasta skipti sem mašur fór til śtlanda. Hvort sem mašur var į leišinni til eša frį Ķslandi. Mašur var alltaf tekinn ķ gegn.“

Tinna kannast lķka viš žetta.

„Žetta er kallaš „random-check“ en mašur fór stundum į flugvöllinn mjög tķmanlega žvķ mašur vissi aš mašur vęri aš fara ķ žetta „random-­check“.“
„Og svo hef ég oft veriš spurš śt ķ af hverju ég sé meš ķslenskt vegabréf žar sem fólk telur mig augljóslega ekki ķslenska,“ segir hśn.

Hafsteinn bętir viš: „En viš megum ekki gleyma žvķ aš žaš er til hręšsla og fįfręši annars vegar og svo hreinir fordómar hins vegar. Hręšslan er oršin svo ótrślega mikil og ég held aš žegar mašur er stoppašur af tollvöršum eša annaš žį sé žaš ekki vegna žess aš žeir séu aš reyna aš vera vondir. Žaš er meira af žvķ aš žeir eru hręddir og eru bara į nįlum.“

 

Įtakanlegt og eldfimt efni
Leikarahópurinn er sammįla um aš Smįn sé įtakanlegt verk enda er umfjöllunarefniš eldfimt, svo sem trśarbrögš, fordómar og mismunun. „Umręšurnar sem verša um verkiš sżna aš fólk er virkilega aš pęla ķ innihaldi žess. Įhorfendur taka sig ķ sjįlfskošun. Og sama meš mig. Ég hef alltaf tališ mig rosalega fordómalausan, sem ég er, en samt žegar ég las handritiš žį sį ég hvaš žaš var margt sem ég vissi ekki eša skildi ekki,“ segir Hafsteinn. „Žaš var ofbošslega hollt fyrir mig aš fara ķ smį sjįlfsskošun. Mašur heldur aš mašur sé meš allt į hreinu en ég komst aš žvķ aš ég vissi rosalega lķtiš um ķslamstrś, mśslima og svo framvegis. Žaš sem mašur hefur heyrt ķ fjölmišlum og annars stašar ķ gegnum įrin fer ķ undirmešvitundina en svo fer mašur aš kynna sér hlutina sjįlfur og žį breytist kannski višhorfiš,“ śtskżrir Hafsteinn.


Jonni er sammįla og hvetur fólk til aš lįta sjónvarpsefni og fjölmišla ekki mata sig.

„Margir trśa bara žvķ sem žeir sjį og heyra įn žess aš leita dżpra og kynna sér hlutina betur. Žašan kemur žessi hręšsla.“
Jonni segir žaš hafa veriš afar krefjandi aš takast į viš svona eldfimt višfangsefni. „Žetta var mikil vinna og grķšarlega langt ferli. Viš Žorsteinn Bachmann leikstjóri höfum veriš aš vinna aš žessu sķšan ķ byrjun 2015. Žetta var erfitt og ég žurfti reglulega aš minna mig į aš leikritiš snżst ekki um okkur sem einstaklinga. Ég var oft ekki sammįla žvķ sem karakterinn minn var aš segja og žį žurfti ég aš minna mig į aš žetta er ekki Jonni sem er aš tala, žetta er karakterinn minn. Ég persónulega hefši aldrei getaš žetta įn Žorsteins. Viš tókumst oft mikiš į eins og gerist ķ svona ferli en į bak viš žaš var alltaf įst og viršing. Ķ ferlinu įttaši ég mig į hversu góšur og yndislegur mašur hann er og žar aš auki stórkostlegur listamašur. Og svo er ekki til betri stašur til aš setja upp verk eins og Smįn heldur en Žjóšleikhśsiš. Og viš eigum Baltasar Kormįki og Ara Matthķassyni žjóšleikhśsstjóra mikiš aš žakka, sem og Rannķs.“

 


Jónmundur, Tinna og Hafsteinn hafa fengiš jįkvęš višbrögš viš Smįn.VĶSIR/ANTON BRINK

„Eftir fyrstu žrjįr, fjórar sżningarnar var ég svo bśinn į žvķ andlega og lķkamlega aš ég fór bara aš grįta, mašur brotnaši bara nišur. Žetta er svo „heavy“ efni sem viš erum aš tala um. Ég hef sjaldan veriš jafn žreyttur,“ śtskżrir Jonni. „En ég meina, leikhśsiš er frįbęr vettvangur til aš takast į viš višfangsefni įn žess aš vera meš svörin viš vandamįlunum. Į sviši getum viš leyft okkur aš ögra og vekja spurningar.“

„Og žaš sem er įhugavert viš žetta tiltekna verk er aš žaš vekur fleiri spurningar heldur en žaš svarar,“ bętir Tinna viš.
Aš sögn Hafsteins, Tinnu og Jonna hafa žau fengiš jįkvęš višbrögš viš Smįn og góša dóma. Mišasala hefur gengiš vonum framar žannig aš įhugi fólks leynir sér ekki. Žau hafa oršiš vör viš aš verkiš fęr fólk til aš tala saman. Eins taka žau fram aš žau fįi mikil višbrögš śr salnum į mešan į leiksżningu stendur. Žaš er žvķ ljóst aš innihald verksins snertir viš įhorfendum. „Mašur heyrir fólk svara persónunum og taka andköf,“ segir Tinna.

Hafsteinn bętir viš aš žį sé gaman žegar fólk gefur sér tķma til aš koma til žeirra og tala um verkiš. „Žaš er lķka ótrślega gaman žegar fólk kemur sérstaklega til manns til aš žakka fyrir sig.“

„Jį, žaš eru žęr stundir sem gera žaš aš verkum aš öll vinnan veršur žess virši. Žetta er alveg bśiš aš vera erfitt. Mašur žarf aš fara ķ smį sįlartékk. Žannig aš žegar mašur fęr jįkvęš višbrögš žį er žaš svo mikill sigur,“ segir Tinna.

 

Višeigandi umręša alls stašar
Smįn er skrifaš ķ Bandarķkjunum og yfir verkinu er amerķskur blęr aš vissu leyti. „Žó svo aš žetta sé skrifaš ķ Bandarķkjunum žį į umfjöllunarefniš samt vel viš į Ķslandi ķ dag, og bara alls stašar ķ heiminum,“ segir Tinna. Hśn er žeirrar skošunar aš samtöl leikverksins megi yfirfęra į önnur umdeild mįlefni nśtķmans.

Jonni tekur žį flóttamanna­umręšuna į Ķslandi sem dęmi. Hann telur aš fólk sem er į móti komu flóttamanna til Ķslands sé gjarnan meš einhverjar fyrirfram mótašar hugmyndir ķ höfšinu. „Fyrir mig persónulega žį er nóg aš sjį myndir af fólki sem er raunverulega aš reyna aš komast ķ eitthvert öryggi, litla krakka. Og ef žaš er ekki nóg til aš fikta ķ hjartanu į žér žį er eitthvaš aš. Viljum viš ķ alvöru vera žjóš sem lokar augunum og segir bara „nei“?“

Tinna tekur undir meš Jonna.

„Žegar viš horfum til baka, eftir 50 eša 100 įr, hvaš viljum viš žį aš sagan segi? Viljum viš aš sagan segi aš Ķsland hafi sagt nei viš žeim sem eru ķ neyš? Eša viljum viš vera stolt og lķta til baka og sjį aš viš hjįlpušum til?“
Hafsteinn er sömu skošunar og į erfitt meš aš skilja illskuna sem einkennir įstandiš vķša ķ heiminum, nęr og fjęr. „Ég į ótrślega erfitt meš aš skilja hversu vond viš getum veriš, mannfólkiš. Hvort sem žaš er ķ formi žess aš rįšast į fólk, rakka einhvern nišur ķ athugasemdakerfum į netinu eša loka augunum fyrir hópi fólks sem žarf į hjįlp aš halda.“

Tinna bętir viš: „Viš erum bara įkvešinn tķma į jöršinni, og svo tekur nęsta kynslóš viš. Og ef hśn er opin og skilningsrķk žį erum viš į réttri leiš. Og žess vegna eru umręšur svo mikilvęgar.“ Hśn minnir į aš žvķ sé mikilvęgt aš fólk passi hvaša upplżsingar žaš lętur yngri kynslóšir fį. „Jį, ég ętla aš segja žaš enn og aftur, žaš fęšist enginn meš fordóma, fordómar eru kenndir.“
 

Svęši