Fréttir

visir.is - Leitin að upprunanum: „Þetta er púslusplið sem vantar“

„Mig langar svo að veita henni hugarró,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, ein þriggja íslenskra kvenna sem er til umfjöllunar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hefja göngu sína á Stöð 2 um helgina. Brynja Dan á mynd af líffræðilegri móður sinni og má þar glögglega sjá hve líkar mægðurnar eru. 

Í þáttunum fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir konunum þremur út í heim í leit að líffræðilegum foreldrum sínum. 

„Þær voru allar ættleiddar til Íslands á sínum tíma og höfðu mjög takmarkaðar upplýsingar um sína fortíð,“ segir Sigrún Ósk.

Leitin bar þær meðal annars í fátækrahverfi í Sri Lanka og fjallaþorp í Tyrklandi.

„Þetta eru magnaðir þættir, þótt ég segi sjálf frá, enda er efnið eitthvað sem allir geta tengt við. Að vilja vita hvaðan maður kemur,“ segir Sigrún.

Meðfylgjandi er stikla úr þáttaröðinni en fyrsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20.05 á sunnudag, að loknum Borgarstjóranum. Í fyrsta þættinum verður sögð saga Brynju Dan en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir rúmum 30 árum.

visir.is - Leitin að upprunanum: „Þetta er púslusplið sem vantar“
 


Svæði