Fréttir

Vísir.is - Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar

Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum.

Sagan um Kolbrúnu Söru Larsen hefur verið ótrúleg síðustu þrjár vikur en fjallað hefur verið um hana í þáttunum Leitin að upprunanum. Þriðji og síðasti þátturinn af hennar sögu var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og vakti þátturinn mikla athygli.

Í þáttunum hefur hún meðal annars fundið föður sinn og eignast fjölmörg systkini. En alltaf átti hún eftir að hitta móður sína. Eftir langt og strangt ferðalag í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi náði hún loksins að hitta líffræðilega móður sína. Það gerði hún þrátt fyrir að að fjölskyldan hefði ráðlagt henni að gera það ekki.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 en móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti hana, og var hún lengi að jafna sig. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2.

Vísir.is - Móðir Kolbrúnar brotnaði niður þegar hún hitti dóttur sína eftir 37 ár


Svæði