Fréttir

Vísir.is - Óskar eftir ađstođ viđ upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til ţess ađ veslast upp?“

Mynd: Kolbrún Sara
Mynd: Kolbrún Sara

„Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkiđ mitt ţar. Ef ţú vilt einhvern tímann reyna ađ hafa upp á ţínu fólki ţá er ég meira en til í ađ hjálpa.” Svona hljóđuđu skilabođin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til ađ hefja leitina ađ uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista ţess ađ opna eina mjög svo ţunga og lamađa hurđ.“

Kolbrún Sara var einungis kornabarn ţegar hún var skilin eftir á barnaheimili í Tyrklandi „til ađ veslast upp” eins og hún kemst ađ orđi í Facebook-fćrslu sinni. Hún leitar nú ađstođar viđ ađ hafa upp á líffrćđilegum foreldrum sínum og svörunum viđ ţeim spurningum sem hafa leitađ á hana í gegnum árin. 

Kolbrún Sara var ćttleidd af íslenskum foreldrum sem hún segir ađ hafi alltaf haft upplýsingar um fyrra líf hennar uppi á borđum og hafi hún ţví alltaf vitađ ađ hún vćri ćttleidd. 

Ţađ var ţó vinabeiđni og skilabođin hér ađ ofan sem fengu hana til ađ hefja leitina ađ upprunanum á ný, „sem snéru ryđgađri taug í gang” eins og hún kemst ađ orđi.
„Hún verđur ekki auđveld og margar hindranir eru í veginum. Enginn lykill er fyrir hendi og engin töfraţula verđur kveđin. Henni gćti allt eins veriđ skellt aftur ef hun á annađ borđ lokast upp. Enn eitt er víst ađ rónna finn ég ekki fyrr en ég veit og skil af hverju ég varđ ”fyrir” Íslands og ”eftir” Tyrklands barn,” segir Kolbrún. 

Finnur fyrir rótleysi og er öđruvísi ţenkjandi
Ţrátt fyrir ţetta segist hún ekki munu finna sálarró ef hún ráđist ekki í leitina. Hún verđi ađ fá svör viđ ţví hugarangri sem hefur plagađ hana síđustu ár og áratugi. 

„Á ég systkini? Líkist ég (líffrćđilegu) mömmu minni eđa pabba? Hvernig lífi lifa ţau? Hvađa erfđasjúkdómar plaga fólkiđ mitt ţarna syđra? Tengist fortíđin mín ţví ađ ég finn fyrir rótleysi og aldrei fundiđ fyrir heimţrá (svona eins og sumir útskýra heimţrá)? Af hverju hefur mér aldrei fundist ég tilheyra ákveđinni ćtt/fjölskyldu annarri en mömmu og pabba eđa afa og ömmu? Af hverju hefur mér fundist ég alltaf vera öđruvísi ţenkjandi og alltaf eytt mikilli orku í ađ passa inn í einhvers konar fallega mynd? Ćtli ég sé kannski gleymda prinsessan sem á ađ erfa höll međ síki umkringda og ţess vegna send til ađ deyja?“ spyr Kolbrún Sara sem efast ţó um ađ ţessu kunni nokkurn tímann veriđ svarađ. 

Hún leitar ţví ađstođar vina, vandamanna og annarra áhugamanna sem hún hvetur til ađ hafa samband viđ sig. 

„Kannski verđ ég mjög frćg og ţetta einstakt tćkifćri til ţess ađ rita söguna mína. Hver veit hvađ framtíđin ber í skauti sér,“ segir Kolbrún í lok fćrslu sinnar og lćtur myndina hér ađ ofan fylgja međ – „ mynd af fyrstu skrefum Tyrknesku prinsessunnar međ mömmu sinni á Íslenskri grundu. Táknrćn mynd fyrir fyrstu skrefin mín á vit nýrra ćvintýra,“ eins og Kolbrún Sara Larsen kemst ađ orđi. 

Fćrsluna hennar má nálgast hér ađ neđan en Kolbrún segist hafa fengiđ gríđarlega góđ viđbrögđ síđan hún birti fćrsluna í gćr. 

Vísir.is - Óskar eftir ađstođ viđ upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til ţess ađ veslast upp?“


Svćđi