Fréttir

Af umræðu um nýja gjaldskrá

Opinn fundur fyrir félagsmenn um hugmyndir að breyttri gjaldskrá var haldinn í dag í aðstöðu Íslenskrar ættleiðingar í Austurveri. Fundurinn var fámennur en góður. Næstu skref í vinnu við uppstokkun á gjaldskránni verða að kynna drög að breytingum á vef félagsins. Í kjölfarið mun stjórn félagsins taka málið til lokaumræðu ásamt þeim athugasemdum sem kunna að hafa borist.

Hugmyndirnar voru áður kynntar í Fréttariti Í.Æ. í desember og fjallað var um þær ífundarboði sem birt var á vef félagsins og vísað var til á Facebooksíðu Í.Æ. Drög að breytingunum verða sett inn á læsta hluta isadopt.is á morgun og jafnframt fær Innanríkisráðuneytið þær til umsagnar eins og kveðið er á um í reglugerð.


Svæði