Fréttir

Boð hjá Kínverska sendiráðinu vegna 70 ára afmælis KÍM

Miðvikudaginn 29.nóvember kl. 13:00 býður Kínverska sendiráðið og KÍM, Kínversk-íslenska menningarfélagið, kim.is, til viðburðar í tilefni af 70 ára afmæli KÍM. Viðburðinn verður haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgögu 15, 101 Reykjavík. 

Kínverski sendiherrann hr. He Rulong mun byrja á að veita verðlaun til þeirra sem aðstoðað hafa við að efla vináttu við Kína. Hann mun einnig halda erindi um samskipti Kína og Íslands á þessu ári auk þess að ræða um hlutverk KÍM í menningarsamskiptum þjóðanna. Nýr formaður KÍM mun einnig halda ræðu og hægt verður að spyrja spurninga úr sal. 

Boðið verður uppá veitingar að ræðum loknum. 


Svæði