Fréttir

Dásamlegt

Lára, Sigrún, Ísafold og Katla
Lára, Sigrún, Ísafold og Katla

Eitt af markmiðum Íslenskrar ættleiðingar er að aðstoða þau börn sem búa við erfiðar aðstæður í heimalandi sínu en verða ekki ættleidd. Þessu markmiði náum við með því að hjálpast öll að.

Fyrir viku fengum við dámslega heimsókn á skrifstofu félagsins. Þangað komu þessar knáu stúlkur og höfðu með sér 5.630 krónur sem þær öfluðu með hlutaveltu. Peningana vilja þær að við færum barnaheimili í Kína, sem við gerum að sjálfsögðu með aðstoð kínverskra yfirvalda.

 

Það er gott og fallegt af þessum stúlkum að leggja það á sig að safna peningum til að hjálpa öðrum og ástæða til að dásama það. Bestu þakkir Lára Guðrún Sigurjónsdóttir, Sigrún Meng Ólafardóttir, Ísafold Þórhallsdóttir, Katla Bæringsdóttir og Halldóra Jóhannsdóttir.

Því miður er Halldóra ekki með á myndinni.


Svæði