Fréttir

Félagsráđgjafi bćtist í ráđgjafateymiđ

Rut Sigurđardóttir
Rut Sigurđardóttir

Á dögunum var bćtt viđ starfsmanni í ráđgjafateymi Íslenskrar ćttleiđingar međ ráđningu Rutar Sigurđardóttur, félagsráđgjafa.  

Hlutverk hennar verđur ađ sinna gerđ eftirfylgniskýrslna á höfuđborgarsvćđinu, sem verktakar hafa áđur veriđ ađ sinna. 

Hún mun einnig hafa á sinni könnu ađ ţróa barna- og unglingastarf hjá félaginu og munu félagsmenn verđa varir viđ ţćr breytingar á haustmánuđum. Ţá mun hún sinna ţróun á ţjónustu félagsins viđ upprunaleit, en beiđnum um slíka ţjónustu hefur stóraukist á síđustu misserum.  

Rut Sigurđardóttir er fćdd 24. Janúar 1980 og uppalin í Breiđholti. Eftir ađ hafa klárađ félagsfrćđibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiđholti tók viđ leit af ţví hvađ framtíđinni ćtti ađ bera međ sér, hvađ varđar starfsvettvang. Eftir ađ hafa reynslu af ţví ađ vinna á leikskóla og međ unglingum á tímum menntaskólaáranna, lá leiđin til Danmerkur ţar sem ađ hún settist á skólabekk í Odense til ađ lćra uppeldis-/leikskólakennarafrćđi (pćdagog). Ţađ kom ţó í ljós eftir eina önn í ţví námi ađ ţađ vćri eitthvađ annađ sem heillađi en ţađ. Leiđin lá ţví aftur til Íslands og hóf hún nám í félagsráđgjöf viđ Háskóla Íslands, haustiđ 2002. Ţađan lauk hún BA- gráđu međ starfsréttindum voriđ 2006. Samhliđa námi starfađi hún á leikskóla, vann međ unglingum í sumarstarfi og á Vistheimili barna.  

Í beinu framhaldi af útskrift hóf hún störf hjá Ţjónustumiđstöđ Miđborgar og Hlíđa. Ţar sinnti hún margvíslegum verkefnum félagsţjónustu. Kom međal annars ađ málefum hćlisleitanda og móttöku flóttamanna, sinnti endurhćfingarúrrćđum og barnafjölskyldum. Hún var ţar viđ störf fram til desember 2007 en flutti sig ţá yfir til Barnavernd Reykjavíkur, ţar sem hún starfađi ţangađ til í lok apríl 2017, fyrir utan tímabiliđ 2014-2015. Ţá starfađi hún tímabundiđ sem sérfrćđingur í málefnum utangarđsfólks á vegum Ţjónustumiđstöđvar Miđborgar og Hlíđa.  

Áriđ 2012 hóf Rut störf sem verktaki hjá Íslenskri ćttleiđingu, ţar sem hún sinnti gerđ eftirfylgnisskýrslna.  

Árin 2014-2015 var hún viđ nám í Háskóla Íslands, samhliđa vinnu. Um var ađ rćđa diplómu í félagsráđgjöf međ áherslu á barnavernd.  

Rut er gift Amir Mulamuhic, en hann er frá Bosniu- Herzegovinu. Ţau eiga tvćr dćtur, Lenu sem er fćdd 2009 og Emmu sem er fćdd 2012. Ţau eru búsett í Mosfellsbć.


Svćđi