Fjölskylduhátíð í kínverska sendiráðinu
Það var mikil gleði í kínverska sendiráðinu í Reykjavík þann 8.apríl þegar yfir hundrað börn sem ættleidd voru frá Kína komu saman til fjölskylduhátíðar. Sendiherra Kína á Íslandi Zhang Weidong og sendiherrafrú Zhou Saixing tóku vel á móti gestum og buðu uppá allskyns kræsingar. Dagskráin var ekki af verri endanum en Anna Bibi söng tvö lög og Karólína spilaði á þverflautu fyrir gesti. Þær stóðu sig báðar með stakri prýði og var unun að hlusta á þær. Einnig var boðið uppá happdrætti með glæsilegum vinningum, það voru skemmtilegir leikir og allir voru svo leystir út með gjöfum.