Fréttir

Fréttarit Í.Æ. - apríl 2010

Fréttarit Í.Æ. apríl 2010 var sent félagsmönnum í Íslenskri ættleiðingu sem pdf skjal í tölvupósti í dag.

Í ritinu er meðal annars greint frá því að félagið hefur sent ráðherra bréf með fyrirspurn um lögmæt heimilda sýslumannsins í Búðardal til sérstakrar rannsóknarskyldu gagnvart umsækjendum um forsamþykki í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins.

Það er stefna Í.Æ. að senda fjölpóst sem þennan á öll skráð netföng í félagaskrá. Þannig ættu t.d. ekki eingöngu annar makinn að fá Fréttaritið sent ef hjón eru félagar. Sé misbrestur á því að sending berist öllum félögum skortir skirfstofu okkar netfang þess sem ekki fær sendinguna. Vinsamlegast tilkynnið ný og virk netföng til isadopt @ isadopt.is

Fréttaritið má nálgast hér.


Svæði