Fréttir

Hamingjustund

Arnar Ze, Aðalheiður, Guðfinnur og Stefanía Carol
Arnar Ze, Aðalheiður, Guðfinnur og Stefanía Carol

Nú í nótt sameinaðist fjölskylda í Changsha í Kína. Aðalheiður og Guðfinnur fóru ásamt dóttur sinni Stefaníu Carol þangað í byrjun júlí og loksins fengu þau að hitta drenginn sinn sem þau hafa verið að bíða eftir að fá að sjá síðan í maí. Starfsmaður ættleiðingarstofnunarinnar kom með Arnar Ze á hótelið, baðaði hann og skellti fang foreldra sinna. Það kom í ljós að litli karlinn var lasinn en hann var fljótur að jafna sig, því stóra systir var svo dugleg að leika við hann. 

Umsókn Guðfinns og Aðalheiðar var móttekin í Kína 19. nóvember 2013 og voru þau pöruð við drenginn 27. maí 2014. Þau voru því á biðlista hjá CCCWA í fimm mánuði.
Þetta er fimmta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Nú hafa 174 börn verið ættleitt frá Kína til Íslands. Af þeim eru 50 börn ættleidd af lista yfir börn með skilgreindar þarfir.
 


Svæði