Fréttir

Íslensk ættleiðing á afmæli í dag

Síðdegis þann 15. janúar árið 1978 kom nokkur hópur fólks saman í Norræna húsinu í þeim tilgangi að stofna ættleiðingafélag. Félagið hlaut nafnið Ísland Kórea og var síðar sameinað félagi sem stofnað var nokkru síðar. Hið sameinaða félag hlaut nafnið Íslensk ættleiðing og er því 33 ára í dag.

Fyrir ári síðan, á 32 ára afmæli félagsins, birtum við stofnfundargerð félagsins á vefnum okkar. Hún er hér ennþá.

Í dag hefur félagið fengið fjölmargar góðar kveðjur fá vinum sínum á Facebook síðu sinni og meðal annars þessi fallegi skilaboð:

Til lukku með árin 33,
trúlega fá félög sem hafa náð að láta drauma
eins margra rætast og þetta félag.
Megi það halda áfram því starfi
í fjölda mörg ár enn :-)

 


Svæði