Íslensk ættleiðing í Reykjavíkurmaraþoni
Íslensk ættleiðing tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni síðastliðinn laugardag 23. ágúst eftir nokkurra ára hlé og söfnuðu hlauparar áheitum fyrir félagið. Átta manns skráðu sig til leiks og söfnuðu 255.323 krónum. Einn hlaupari hljóp heilt maraþon í keppnisflokki, einn hálfmaraþon, þrír 10 km og þrír fóru í 3 km skemmtiskokk. Hlauparnir, sem voru á öllum aldri, fengu bol merktan félaginu og þakkar félagið Altis fyrir bolina. Að hlaupi loknu bauð ÍÆ hlaupurum og stuðningsmönnum upp á pylsur og candyfloss miðsvæðis og áttu góða stund saman.
Íslensk ættleiðing þakkar hlaupurum og þeim sem studdu þá til dáða kærlega fyrir ómetanlegt framlag. Sjáumst aftur að ári!
Benedikt Fannar hljóp heilt maraþon fyrir ÍÆ. Hér er hann með unnustu sinni, Köthu Aþenu Guðnýu Þorsteinsdóttir sem er ættleidd frá Indlandi.