Íslensk ættleiðing í Reykjavíkurmaraþoni 23. ágúst
Íslensk ættleiðing tók um árabil þátt í Reykjavíkurmaraþoni en eftir nokkurra ára hlé er aftur hægt að hlaupa fyrir og heita á hlaupara sem hafa skráð sig til leiks fyrir félagið. Eins og fram hefur komið fyrr á þessu ári þá er staða Íslenskrar ættleiðingar viðkvæm og það hefur ekki breyst. Félaginu vantar fleiri hlaupara til að hlaupa fyrir félagið og fólk til að deila boðskapnum sem víðast og heita á hlauparana okkar.
Reykjavíkurmaraþonið verður laugardaginn 23. ágúst næstkomandi og menningarnótt í kjölfarið. Það sem safnast fer að hluta til inn í rekstur ÍÆ en líka til sérstaks átaksverkefnis til að styðja við ættleidd börn og fjölskyldur þeirra. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar mun á næstunni ákveða hvert fyrirkomulag þessa dags verður en stefnt er á að bjóða hlaupurum og velunnurum upp á hressingu eftir hlaupið.
Hér er hægt að skrá sig: Hlaupastyrkur.is - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hér eru nánari upplýsingar um hlaupið: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka Byrjað er á því að skrá sig og greiða fyrir þátttöku en svo þarf að bhlaða upp mynd og velja ÍÆ.