Fréttir

Ítrekun vegna rannsóknar

Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi?

Í byrjun júlí árið 2006 fór af stað rannsókn á högum ættleiddra barna og voru sendir út spurningalistar til foreldra ættleiddra barna erlendis frá á aldrinum 1-18 ára. Rannsakendur vilja koma á framfæri kærum þökkum til þeirra foreldra sem þegar hafa svarað spurningalistanum.

Fyrstu niðurstöður komu fram í BA-ritgerð Bjargar Sigríðar Hermannsdóttur og Lindu Bjarkar Oddsdóttur og má nálgast hana í heild sinni á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.

Enn er verið að safna gögnum og vilja rannsakendur því hvetja þá foreldra sem ekki hafa svarað til að svara listanum ef þeir hafa tækifæri til og auka þar með möguleika á að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra í framtíðinni. Mikil þörf er á þessum upplýsingum þar sem sambærilegra gagna hefur ekki áður verið aflað á Íslandi.

Hægt er að hafa samband við Íslenska ættleiðingu og fá sendan nýjan lista ef þörf er á. Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar mun skrá nöfn foreldra og aldur barna en eins og áður munu svör þeirra ekki verða rekjanleg þar sem einungis verður stuðst við númer kannana við úrvinnslu gagna.


Svæði