Fréttir

Jólabingó og -skemmtun 30. nóvember 2025

Í ár hefur Íslensk ættleiðing ákveðið að halda jólabingó til að höfða til breiðari hóps félagsmanna. Þetta verður að vanda jólaskemmtun  fyrir alla fjölskylduna þar sem piparkökur verða skreyttar og jólatónar hljóma.

Hvenær? Sunnudaginn 30. nóvember 2025 frá klukkan 14 - 16.

Hvar? Í sal Framvegis - miðstöð símenntunar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík. 

Hvað? Boðið verður upp á piparkökur og þær skreyttar - Jólasveinninn stefnir á að mæta á svæðið en að þessu sinni hefur hann verið í sambandi við kollega sinn í Tékklandi varðandi nammipokana.

Verð: Aðeins 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem eru ekki félagsmenn kostar 3.500 kr. á mann. Veitingar og eitt bingóspjald eru innifaldar í verðinu, sem er mun lægra en í fyrra. Hægt verður að kaupa aukaspjald á staðnum á 500 kr. 

Glæsilegir vinningar!

Öll hjartanlega velkomin - börn og foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur og öll hin.


Svæði