Fréttir

Kínverskur menningardagur 6.september

Kínverska sendiráðið á Íslandi býður félagsmönnum sem ættleitt hafa frá Kína og fjölskyldum á viðburðinn "Kínverskur menningardagur" sem haldinn verður miðvikudaginn 6.september kl. 17:00 í Stóra salnum í Háskólabíó.
Einnig verður haldin góðgerðarsala á kínversku snakki og handverki í þágu mjaldrana Litla-Grá og Litla-Hvít sem eru í Vestmannaeyjum.

Drög að dagskrá

17:00 - 18:00 Kínversk menningarupplifun

18:00 - 19:00 Guangzhou Art Ensemble

 

19:00 - 20:30 Léttar veitingar í boði og kínversk menningarupplifun og góðgerðarsala á kínversku snakki og handverki.

Þeir sem vilja taka þátt þurfa að fylla út skráningarblað í gegnum þennan link.

 


Svæði