Málþing um réttindi barna í stafrænu umhverfi
Síðasta föstudag, 29.apríl, var haldið Málþing um réttindi barna í starfrænu umhverfi á vegum Fjölmiðlanefndar, Persónuverndar og Umboðsmanns barna. Kynntar voru nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn.
Rætt var um mikilvægi þess að hafa alltaf hag barna í huga í tengslum við birtinga annarra á myndefni, aðgengi að samfélagsmiðlum og fræðslu tengdu starfrænu umhverfi. Það sé ekki gott að vera of neikvæð gagnavart þessari miklu þróun sem átt hefur sé stað í þessu stafræna umhverfi síðustu ár og passa uppá að börn, unglingar og ungmenni fái viðeigandi fræðslu. Taka þarf tillit til friðhelgi einkalífs barns í nútímasamfélagi og því breytta hegðunarmynstri með tilkomu samfélagsmiðla, og finna leiðir til að tryggja persónuvernd barna.
Við hvetjum alla til að kynna sér vel áðurnefndar leiðbeiningar hjá Umboðsmaður barna.


Fylgdu okkur á Instagram