Fréttir

mbl.is - Full­orðnu „börn­in“

Smart­land Mörtu Maríu | Sam­skipti | mbl | 26.10.2016 | 18:00 | Upp­fært 27.10.2016 10:45

„Ætt­leiðing­ar og leit­in að upp­runa­fjöl­skyldu hef­ur verið áber­andi í sam­fé­lags­legri umræðu, ekki síst í kjöl­far sjón­varpsþátt­araðar er sýnd er á Stöð2 um þess­ar mund­ir. Þáttaröðin hef­ur vakið mikla at­hygli og mál­efnið virðist vekja áhuga fólks á þeirri flóknu stöðu sem ætt­leidd­ir oft á tíðum búa við. Í raun er það skilj­an­legt því mál­efnið er oft sveipað dulúð, óvissu, for­vitni og æv­in­týraljóma,“ seg­ir Guðbjörg Helga­dótt­ir mann­fræðing­ur og fjöl­skyldumeðferðarfræðing­ur hjá Sál­fræðing­un­um, Lyng­hálsi 9, í nýj­um pistli: 

Guðbjörg Helgadóttir mannfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur hjá Sálfræðingunum, Lynghálsi 9.
Á Íslandi hafa ætt­leiðing­ar tíðkast ára­tug­um sam­an. Bæði á börn­um sem fædd eru hér á landi og eiga sér líf­fræðileg­an upp­runa í ís­lensku sam­fé­lagi svo og á börn­um sem hafa verið ætt­leidd er­lend­is frá og eiga sinn líf­fræðilega upp­runa jafn­vel  í fjar­læg­um heims­álf­um. Sum­ir þess­ara ein­stak­linga hafa tök á að leita upp­runa síns og kynn­ast jafn­vel líf­fræðileg­um skyld­menn­um sín­um, önn­ur hafa aldrei tök, sök­um aðstæðna, að fá nokkr­ar upp­lýs­ing­ar um upp­runa sinn, hvað þá að geta hitt líf­fræðileg­ar fjöl­skyld­ur sín­ar, sér­stak­lega mæður. Með til­liti til þessa er áhuga­vert að velta fyr­ir sér hvers vegna vitn­eskj­an um líf­fræðileg­an upp­runa skipt­ir ætt­leidd­an ein­stak­ling máli, sér í lagi þegar hann er kom­inn til full­orðins­ára?

Nokkuð fjöl­breytt­ar rann­sókn­ir hafa verið gerðar á ætt­leidd­um börn­um hér á landi, aðallega með til­liti til sam­fé­lags­legra hags­muna. Má þar nefna rann­sókn­ir er varða lög­gjöf, heil­brigðismál og al­menna vel­ferð, til að mynda inn­an mennta­kerf­is­ins. Flest­ar rann­sókn­ir sýna fram á að ætt­leidd­um börn­um farn­ast yf­ir­leitt vel og líðan þeirra er oft­ast í engu frá­brugðin líðan annarra barna sem al­ast upp inn­an líf­fræðilegra fjöl­skyldna sinna.  Hins veg­ar hef­ur minna farið fyr­ir rann­sókn­um er varða upp­lif­an­ir og stöðu ætt­leiddra sem full­orðinna ein­stak­linga og í sam­fé­lags­legri umræðu um ætt­leiðing­ar er oft talað um ætt­leidda sem „börn“. Skort­ur á þess­um rann­sókn­um end­ur­spegl­ar hugs­an­lega viðhorf sam­fé­lags­ins til hins ætt­leidda og eigi erfitt með að sjá hann sem full­orðinn ein­stak­ling. En eðli máls­ins sam­kvæmt verður barn að full­orðinni mann­eskju með tím­an­um.

Þrátt fyr­ir að rann­sókn­ir sýni fram á að ætt­leidd­um börn­um farn­ist vel í leik- og grunn­skóla og eigi ham­ingju­sama æsku og upp­eld­is­ár er ekki óal­gengt að ákveðnar til­vist­ar­spurn­ing­ar leita á ætt­leidd­an ein­stak­ling þegar kem­ur fram á ung­lings- og full­orðins­ár. Spurn­ing­ar eins og hver er ég? Hvaðan kem ég? Hverj­ir eru líf­fræðilegu for­eldr­ar mín­ir? Af hverju var ég gef­inn? Af hverju var ég val­inn? Hugs­an­legt er að flókn­ar til­finn­ing­ar vakni á sér­hverju lífs­skeiði, oft í kjöl­far eig­in barns­fæðinga eða við missi ná­kom­inna ætt­ingja.  Vera má að rekja megi þess­ar til­vist­ar­spurn­ing­ar til þeirr­ar stöðu er ætt­leidd­ir lifa við. Að eiga sér ein­hvers kon­ar hliðarlíf sem kannski hefði orðið, en aldrei varð.

Við erum öll for­vit­in um okk­ur sjálf. Það er ein­hvern veg­inn í eðli okk­ar því sú for­vitni seg­ir okk­ur eitt­hvað um okk­ur sjálf. Mik­il­vægi þess að þekkja upp­runa okk­ar, vita hvaðan við kom­um og hver er bak­grunn­ur okk­ar, sér­stak­lega sá líf­fræðilegi, er því sterk­ur þátt­ur í sjálfs­mynd okk­ar allra. Einnig þeirra sem ætt­leidd­ir eru.

Vel flest­um ætt­leidd­um farn­ast  vel í líf­inu. Samt sem áður sýna rann­sókn­ir að veru­leika­heim­ur full­orðinna ætt­leiddra er oft og tíðum flók­inn og sjálfs­mynd þeirra rugl­ings­leg. Rann­sókn­ir sýna einnig að full­orðnir ætt­leidd­ir hafa til­hneig­ingu til að glíma við ýmis vanda­mál eins og ein­manna­leika, þung­lyndi og dep­urð. Þeir búa gjarn­an að lágu sjálfs­mati, eiga í erfiðleik­um með tengsl og ótt­ast gjarn­an höfn­un. Sum­um og jafn­vel sam­fé­lag­inu einnig, finnst þeir ekki vera al­veg „ekta“. Óunn­in sorg­ar­til­finn­ing get­ur verið sterk­ur þátt­ur í lífi þeirra. En sorg­in snert­ir ekki ein­göngu þann ætt­leidda held­ur get­ur einnig snert kjör­fjöl­skyldu hans og líf­fræðilega fjöl­skyldu.

Okk­ur öll­um er út­hlutað fé­lags­legri stöðu við fæðingu og ætla má að hún verði horn­steinn að sjálfs­mynd ein­stak­lings­ins og í stöðugri mót­un allt okk­ar lífs­skeið. Vitn­eskj­an um ræt­ur sem eru ókunn­ar, mót­ar að vissu leiti sjálfs­mynd þess sem lif­ir við þá staðreynd að hafa hugs­an­lega getað átt öðru­vísi lífs­skeið, ef ákveðin ör­lög hefðu ekki gripið í taum­ana. Hugs­an­lega ein­hvers kon­ar hliðarlíf sem aldrei varð. Þetta hliðarlíf get­ur fylgt þeim ætt­leidda eins og nokk­urs kon­ar skuggi og snert­ir ekki ein­göngu hann sjálf­an. Það hef­ur einnig áhrif á líf kjör­for­eldra sem og líf­fræðilega for­eldra, jafn­vel um ald­ur og ævi. 

Fræðimenn hafa sett fram áhuga­verða til­gátu um hina svo­kölluðu skugga sem fylgja ætt­leidd­um og fjöl­skyld­um þeirra. Það er áhuga­vert að geta þeirra í ljósi þess hversu margþætt­ur og flók­inn veru­leiki þessa ein­stak­linga get­ur verið. Því er haldið fram að samof­in lífs­saga þessa sér­kenni­lega þrí­hyrn­ings sem inni­ber í fyrsta lagi, ætt­leidd­an ein­stak­ling, í öðru lagi kjör­for­eldra og í þriðja lagi líf­fræðilega móður (for­eldra) sé í raun afar sér­stök. Ætt­leiddi ein­stak­ling­ur­inn geng­ur allt sitt líf með skugga þess barns sem það hefði orðið ef það hefði al­ist upp hjá líf­fræðilegri móður. Vitn­eskj­an um líf­fræðilega móður sé ávalt í vit­und hans, allt hans lífs­skeið. Kjör­for­eldr­arn­ir ganga með skugga barns­ins sem þau þráðu að fæða en gátu ekki. Það barn er ætið skuggi ætt­leidda barns­ins sem þau tóku að sér – og tók jafn­framt stöðu þess. Líf­fræðilega móðirin lif­ir alltaf með skugga barns­ins sem hún gaf frá sér og sá skuggi fylg­ir henni allt henn­ar líf. Þar af leiðandi hafa all­ir þess­ir ein­stak­ling­ar orðið fyr­ir missi sem verður hluti af lífs­sögu þeirra.  Ætt­leiðing er því flókið fyr­ir­bæri og hef­ur áhrif á líf margra ein­stak­linga en ekki ein­göngu þann sem ætt­leidd­ur er.

Því má segja að við ætt­leiðingu lík­ur ekki ákveðnu ferli. Miklu frem­ur má ætla að ferli, sem hef­ur áhrif á marga ein­stak­linga hefj­ist og hald­ist út lífs­skeið þeirra allra. Þætt­ir sem snerta líf ein­stak­lings á einn eða ann­an hátt á lífs­leiðinni, hvort sem  það er í gleði eða sorg, hef­ur áhrif á þá sem standa hon­um næst­ir. Stund­um reyn­ist þess­um ein­stak­ling­um erfitt að höndla lífið og til­ver­una þrátt fyr­ir þá gleði sem ætt­leiðing­unni hef­ur fylgt. Þar af leiðandi er oft á tíðum sér­stök þörf á stuðningi við full­orðna ætt­leidda ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur þeirra.

Fjöl­skyldumeðferð (family therapy) er sam­talsmeðferð sem tek­ur mið af áhrifa­mætti fjöl­skyld­unn­ar og eru fjöl­skyldumeðferðarfræðing­ar sér­stak­lega menntaðir til þeirra starfa. Í fjöl­skyldumeðferð er not­ast við aðferðir og sam­tals­tækni sem hafa verið gagn­reynd­ar og gefið góða raun í mál­efn­um ein­stak­linga og fjöl­skyldna þeirra. Fjöl­skyldumeðferðarfræðing­ar taka ávallt mið af fjöl­skyld­unni sem heild en jafn­framt er tekið mið af ein­stak­lingn­um.  Meðferðar­vinn­an get­ur því bæði verið á ein­stak­lings- eða fjöl­skyldu­grund­velli. Það er því mik­il­vægt að veita ætt­leidd­um ein­stak­ling­um sem komn­ir eru á full­orðins­ár sér­staka at­hygli og stuðning vegna þeirra eig­in fjöl­skyldu­sögu. Þeir eru hluti af flóknu fjöl­skyldu­kerfi  og áhrif­in sem skap­ast inn­an þess kerf­is hafa áhrif á alla er að því koma á einn eða ann­an hátt.

Heim­ild­ir:
Guðbjörg Helga­dótt­ir (2012). „Ég er ein­birni en á samt rosa­lega stór­an systkina­hóp." Fé­lags­leg­ur veru­leiki og sjálfs­mynd full­orðinna ætt­leiddra Íslend­inga. Óbirt MA-rit­gerð. Há­skóli Íslands: Fé­lags- og mann­vís­inda­deild.

Lift­on, B. J. (1994). Jour­ney of the adopted self. A qu­est for who­leness. New York: Basic Books.

http://​www.vis­inda­vef­ur.is/​svar.php?id=4485.

mbl.is - Full­orðnu „börn­in“


Svæði