Fréttir

Mikilvægi öruggra tengsla - frestað vegna COVID-19

Fjallað verður um hvernig foreldrar og aðrir umönnunaraðilar geta eflt örugg tengsl með því að vera tilfinningalega til staðar fyrir barnið og hvernig öryggishringurinn (circle of security-parenting) geti hjálpað foreldrum að átta sig á þörfum barna sinna fyrir öryggi og vernd.

Öryggishringurinn er byggður á tengslakenningum John Bowlby, hann er myndrænn og kennir okkur að sjá barnið innan frá og hjálpar okkur að átta okkur á  þörfum barnsins. Í öryggishringnum er lögð áhersla á að hinn fullorðni sé örugg hönd þannig að barnið geti lært, leikið og kannað umhverfið. Einnig þarf hinn fullorðni að vera örugg höfn sem barnið leitar til þegar það þarfnast huggunar og verndar.

Fyrirlesarar eru þær Ástríður Thorarensen þroskaþjálfi, listmeðferðar-og fjölskyldufræðingur og Unnur Valdemarsdóttir leikskólasérkennari og fjölskyldufræðingur en þær starfa meðal annars hjá Tengslamiðstöðinni – fjölskyldumeðferð og foreldraráðgjöf 

Fræðslan hefst klukkan 20.00 fimmtudaginn 26. mars og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.

 


Svæði