Neyðarkall í minningu Sigurðar Kristófers
Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést af slysförum á björgunarsveitaræfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal þann 3. nóvember 2024, eða fyrir rúmu ári síðan. Sigurður Kristófer var fæddur árið 1988 og var ættleiddur frá Kalkútta á Indlandi en hann kom heim til Íslands með foreldrum sínum í maí 1989. Sá dagur sem þau fengu hann fyrst í fangið breytti lífi þeirra og lýsa þau honum sem góðum dreng.
Samkvæmt Landsbjörgu var ákvörðun um að heiðra minningu Sigurðar Kristófers með sölu Neyðarkallsins í ár tekin í samráði við fjölskyldu hans. Neyðarkallinn er að þessu sinni straumvatnsbjörgunarmaður og er litarhaft kallsins brúnt en hann hefur ávallt verið ,,hvítur“ að lit. Í grein á mbl frá 14. nóvember 2024 kemur fram að félagar hans í björgunarsveitinni segi hann hafa verið einkar eftirminnilegan, brosmildan og jákvæðan.

Íslensk ættleiðing harmar fráfall Sigurðar og vottar foreldrum hans, unnustu og öðrum aðstandendum sína dýpstu samúð. Einnig harmar ÍÆ neikvæð viðbrögð sumra er varða litarhaft kallsins og hvetur fólk sérstaklega til að kaupa Neyðarkall Landsbjargar í ár.
Taka ber fram að ekki náðist í aðstandendur við vinnslu fréttarinnar.
Myndir: Landsbjörg
Tenglar á aðrar fréttir tengdar Sigurðu Kristóferi:
Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár - Vísir
„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ - Vísir
Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins - Vísir
Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar - DV
Syrgjendur kærðu til eftirlitsnefndar
Morgunblaðið - Textaútgáfa - Innskráning
„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ - Vísir

Fylgdu okkur á Instagram