Fréttir

RÚV - Ósátt við viðbrögð stjórnvalda

Vísbendingar eru um að börn hafi verið ættleidd frá Sri Lanka til Íslands með milligöngu svokallaðra barnamangara á níunda áratugnum og að skjöl þeirra hafi verið fölsuð. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld, en fjallað var um málið í þættinum Leitin að upprunanum sem sýndur er á Stöð tvö.  
 

Hátt í níutíu börn voru ættleidd hingað frá Sri Lanka árin 1984-´86 fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar. Eftir að áþekk mál komu upp erlendis hefur félagið ítrekað leitað til stjórnvalda með beiðni um að aðstoða fólkið um að komast að uppruna sínum, án árangurs.

„Við sendum á dómsmálaráðuneytið sem er okkar miðstjórnarvald um alþjóðlegar ættleiðingar hér á Íslandi, en fáum lítil viðbrögð,“ sagði Elísabet Salvarsdóttir hjá Íslenskri ættleiðingu og bætti við: „Við óskuðum í rauninni eftir því að yfirvöld hér myndu hafa samband við yfirvöld í Sri Lanka til þess að það væri hægt að skoða hvort börn sem hefðu verið ættleidd hingað væru hluti af þessum málum sem við höfum heyrt af erlendis frá.“

Hægt er að horfa á umfjöllunina í Kastljósi í spilaranum hér 


Svæði