Fréttir

Snjallsímanotkun barna og unglinga

Er eitthvað að óttast?

Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir á BUGL heldur erindi um snjallsímanotkun barna og unglinga og hvort þar sé eitthvað að óttast. Hann fjallar í víðu samhengi um rafrænan skjátíma barna og unglinga. Tími sem hefur verið að lengjast á undanförnum árum eftir því sem tækninni fleygir fram og er spurningunni velt upp hvort "stafræna byltingin sé að borða börnin sín?"

Björn hefur unnið á BUGL frá 2013, en starfaði áður á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Erindið fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b, Reykjavík, 3.hæð, kl 17:30-19:00, miðvikudaginn 10.janúar 2018.

Boðið verður upp á barnapössun á meðan á erindinu stendur. Vinsamlegast skráið barn/börn.
Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. 
Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.

 


Svæði