Fréttir

Stöđ 2 - Ćttleiđingum fćkkar

Umfjöllun í fréttatíma Stöđvar 2 um fćkkun ćttleiđinga.

Ćttleiđingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki veriđ jafn fáar frá árinu 1995. Ćttleiđingum hefur fćkkađ jafnt og ţétt frá árinu 2005. Ţetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni.

Alls voru tólf frumćttleiđingar ađ utan en flest börnin komu frá Tékklandi. Undanfarin ár hafa flest ćttleidd börn komiđ frá Kína. Međ frumćttleiđingu er átt viđ ćttleiđingu á barni sem er ekki barn maka umsćkjanda. Frumćttleiđingar innanlands voru ţrjár talsins.

Stjúpćttleiđingar voru óvenju fáar eđa sautján talsins. Ţćr voru 28 áriđ 2015 en voru flestar áriđ 2008 ţegar alls 48 stjúpćttleiđingar áttu sér stađ. Međ stjúpćttleiđingu er átt viđ ćttleiđingu á barni, eđa kjörbarni, maka umsćkjanda um ćttleiđingu. 

 


Svćđi