Fréttir

Sumargrill 1.september

Sunnudaginn 1.september frá kl 14:00 til 16:00 ætlum við að hittast í Gufunesi í Grafarvogi og eiga góða stund saman. 

Íslensk ættleiðing mun koma með kol á grillið ef fólk vill snæða e-ð í samverunni.
Vinsamlegast hafið í huga að þeir sem það vilja þurfa að koma með mat á grillið, meðlæti, drykki og áhöld til að grilla.

Salernisaðstöðu er hægt að nýta í hlöðunni sem er samkomuhúsið á staðnum en við hittumst í grillskálanum á leiksvæðinu. 

Í ljósi þessara breytinga verður viðburðurinn öllum að kostnaðarlausu en óskað er eftir því að fólk skrái sig engu að síður. 


Svæði