Fréttir

Útundan

Leikhópurinn Háaloftið frumsýndi leikritið Útundan 10. apríl síðastliðinn og ráðgerði að sýna fjórar sýningar. Vegna mikils áhuga var bætt við tveimur aukasýningum, laugardaginn 3 maí og sunnudaginn 4. maí. Í lok sýningarinnar á laugardaginn munu leikstjóri, leikarar ásamt Lárusi H. Blöndal, sálfræðingi hjá Íslenskri ættleiðingu ræða um efnistök verksins og bjóða áhorfendum að taka þátt í spjallinu. Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar mun stýra umræðunum.

Sýningin hefst kl. 20:00 og er miðaverð 2.900 krónur.
Miðasala: midi.is eða tjarnarbio.is 

Í fréttatilkynningu segir um Útundan:

Í leikritinu Útundan er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum hér á landi, sem og hinum vestræna heimi, í dag. Skyggnst er inn í líf þriggja para á fertugsaldri sem þrá að eignast barn en tekst það ekki. Þau leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast og standa frammi fyrir margskonar erfiðum spurningum. Barnleysi getur valdið gífulegu álagi á líf fólks og haft afdrifaríkar afleiðingar á sambönd þess og líðan. En jafnvel í slíkum aðstæðum hættir tilveran ekkert að vera fáránleg, grátbrosleg og jafnvel fyndin.

Áhrifamikið og nærgöngult leikrit um sársaukann, örvæntinguna og vonina þegar það aðliegasta og náttúrulegasta af öllu lífinu er orðið heitasta óskin, fjarlægur draumur, takmark sem kannski mun aldrei nást.

Leikritið vakti sterk viðbrögð og hlaut mjög góða dóma þegar það var frumsýnt í Bretlandi.

Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir

Brot úr dómum og ummæli ýmissa gesta:
Morgunblaðið: "Tinnu ferst leikstjórnin vel úr hendi og hefur í samvinnu við leikhópinn tekist að draga upp skýrar og ólíkar persónur...Björn var sannfærandi sem hinn stjórnsami og kaldi Símon meðan Elma Lísa dró upp átakanlega mynd af þeirri brothættu konu sem Margrét er. Svandís Dóra og Benedikt Karl voru bæði orkumikil í hlutverkum sínum...Arnmundur Ernst var hæfilega hress í hlutverki Magnúsar meðan María Heba og Magnús voru elskulegheitin uppmáluð sem Júlía og Jón." (S.B.H.)

Fréttablaðið: “Sýningin var mjög vel leikin. Elma Lísa fór afar vel með hlutverk Margrétar og sýndi hversu yfirþyrmandi lífið getur orðið… Björn stóð sig sérstaklega vel sem hinn ógeðfelldi Símon… Svandís Dóra fór með hlutverk Sylvíu sem var að mínu mati áhugaverðust og var sterk persóna.. Benedikt Karl átti virkilega sannfærandi spretti sem Davíð og hreyfði við áhorfendum… María Heba og Magnús Guðm. mynduðu samstillt dúó. Samband karaktera þeirra, Júlíu og Jóns, stóð sterkast…Arnmundur Ernst fór með hlutverk Magga og var mikið hlegið að honum…. Sýningin var virkilega vel leikin og sýnir hversu reynir á sambönd og geðheilsu einstaklinga sem eru að kljást við þennan vanda.…og verður áhugavert að fylgjast með framtíðaruppsetningum Háaloftsins.“ (E.G.G.)

Pressan: "Leikararnir stóðu sig mjög vel. Þau túlkuðu alla þá angist, vanlíðan og óþægindi sem fylgja baráttunni við ófrjósemi á aðdáunarverðan hátt. Framsögn og raddbeiting var til fyrirmyndar, ég sat nánast á aftasta bekk en heyrði hvert einasta orð. Leikmyndin var einföld, falleg og virkaði vel í alla staði líkt og önnum umgjörð leikritsins.
Efniviður verksins er áhugaverður og verður vonandi til þess að auka áhuga og skilning á hlutskipti þeirra sem eiga í erfiðleikum með að eignast börn... frammistaða leikara og aðstandenda sýningarinnar er til sóma." (Bryndís Loftsdóttir)

TMM:“..það er gaman að horfa á það, ekki síst af því hvað það er fjári vel leikið og vel sett upp..“ (Silja Aðalsteins)

Ummæli á Facebook:
“Ég fór að sjá leiksýninguna Útundan í Tjarnarbíó í kvöld og hún var stórkostleg! Mæli með henni!” (Anna Svava)

„Leikararnir náðu mér algjörlega með eðlilegri og hispurslausri framgöngu. Mikið er gott þegar manni finnst leikarar ekki vera að leika. Frábær leikstjórn. Mæli með Útundan.“ (Bergþór Pálsson)

„Frábært, mannlegt og tilfinningaríkt verk, ég bæði hló og grét.“ (Kristín Júlla Kristjáns))

“Fór að sjá sýninguna Útundan í dag og finnst eiginlega að hún ætti að vera skylduáhorf. Sýningastjórinn með stálhjartað fór að gráta. ÉG VIL MÆLA MEÐ ÞESSARI SÝNINGU FYRIR ALLA.” (Pála Kristjáns)

„Mæli með Útundan í Tjarnarbíó - Sérstaklega falleg, sorgleg, fyndin og sönn! (Maríanna Clara)

„Mjög gaman og áhugavert.“ (Sirrý)

„Meira svona leikhús, takk fyrir mig!“ (Íris.E.Þorkels.)

„Frábær sýning um erfitt efni sem leikararnir skiluðu af sér á áreynslulausan og sannfærandi hátt, það trúði því enginn þegar stykkið var búið, svo gaman var.. hefði alveg viljað sitja mun lengur.
Mæli hiklaust með þessu stykki - flottur leikur og miklar tilfinningar undir frábærri leikstjórn Tinnu.“ (Erna D.Gunnþ.)

"Ég mæli hiklaust með þessari sýningu ! Hér er á ferðinni flottur leikhópur þar sem einlægnin skín í gegn og hefur mikil áhrif á mann. Sýningin höfðar til allra og snertir alla á einhvern hátt. Vel gert! Allir í leikhús!" (Birna Björns)

„Fór á frábæra leiksýningu í gær, Útundan. Sýningin kom virkilega á óvart og ég var í rauninni hissa á því hvað leikaraliðið var öflugt því hver einasti leikari átti sviðið. Auk þess mætti segja að tónlistin hafi verið ákveðin karakter í verkinu sem minnti einna helst á Tangerine Dream. Ekki oft sem maður upplifar svona mikla nánd og einlægni í leikhúsi. Ekki auðvelt að tækla svona viðkvæmt efni en þegar það tekst þá er það algjört konfekt. Auk þess á ég oft til með að dotta í leikhúsum jafnvel yfir fjöugum söngleikjum en var glaðvakandi alla sýninguna þrátt fyrir að hafa vaknað um kl 6 um morguninn. Takk fyrir mig!“(Hákon Skúlason)

„Ég sá stórkostlega sýningu í Tjarnarbíó í kvöld. Það ættu allir að fara og sjá Útundan, virkilega, virkilega flott leikrit, leikstjórn í fyrsta flokki og leikaravalið hefði ekki getað verið fullkomnara. Til hamingju elsku Tinna Hrafnsdóttir og co!“ (Ilva Holmes)

“Flott leikrit - margir snilldar sprettir og tónlistin náttúrulega af allt öðru kaliberi.” (Ottó Tynes)

„Þetta er geeeeegjuð sýning. Takk fyrir mig. Frábærir leikarar og leikstjórn:) Hló aðra stundina og grét þà næstu.“ (Íris B. Eysteins)

„Til hamingju med syninguna hùn er fràbær!!! Hùn ferdast med mann ì tilfinningarskalanum frà sorg til gledi TAKK FYRIR MIG!“ (Þóra B. Ágústsd.)

„Til lukku med fallegt verk. Fékk allavega 10 x gæsahúð, tár í augun, hló og upplifdi allar tilfinningar sem hægt er ad hugsa sèr.“ (Kristjana M.)

„Útundan í Tjarnarbíó fyrr í kvöld. Virkilega góður leikur!!! Verk sem fór með mig í tilfinninga-rússíbana og hélt mér alveg fanginni. Umfjöllunarefnið er líka algjört tabú í okkar samfélagi. Tek ofan hattinn minn fyrir leikurum og leikstjóranum Tinnu Hrafnsdóttur - þið eruð frábær!“ (Sólveig Johnsen)

„Takk fyrir mig. Þetta er æðisleg sýning. Flottur leikur. Bara algjört æði!“ (Súsanna Jónsdóttir)

„Hitti í mark! Til hamingju öll.“ (Selma Árnadóttir)

„Fór á þessa flottu leiksýningu í gær! Kom skemmtilega á óvart, hnyttin, vel skrifuð, mjög straight to the point og um leið átakanleg - enda fjallar hún um viðkvæmt málefni!
Leikararnir voru einlægir og fönguðu mann algjörlega... komu mér til að hlæja um leið og tár runnu niður kinnar.“ (Kristín Ýr Lyngdal)

„Hjartans þakkir fyrir að veita innsýn inn í þennan skrítna veruleika. Innilega til hamingju.“ (Ingibjörg Valgeirsdóttir)
„Þetta var mjög áhrifamikil sýning,skellihlátur og gæsahúð til skiptist Þið eruð nú meiri snillingarnir öllsömul, flottur hópur og bravó fyrir leikstjóranum!“ (Sigrún Inga Birgisdóttir)

“Fór að sjá Útundan í kvöld. Mæli með henni. Afburða leikur og góð umfjöllun um erfitt efni.” (Guðrún E. Leifsdóttir)

“Aljörlega frábær must see sýning!! Gaman að eiga svona flotta leikara. Það verður enginn fyrir vonbrigðum sem sér þessa sýningu!” (Anna Eðvalds)



Svæði