Fréttir

Viðeyjarferð 19.maí

Skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar stendur fyrir fjölskylduferð í Viðey Laugardaginn 19. maí. Ætlunin er að hittast á Skarfabakka og taka ferjuna í Viðey klukkan 10.15. Byrjum á því að leika okkur á rólóvellinum og leikum okkur jafnvel saman í skipulögðum leikjum. Næst göngum við saman að fjörunni þar sem Viðeyjarnaust stendur. Þar ætlum við að borða saman nesti, sem hver og einn kemur með fyrir sig, skoða lífið í fjörunni og hafa gaman í góðum félagsskap. Ef veður er með þeim hætti að ekki er hægt að sitja úti, þá er aðstaða inni í Viðeyjarnausti til að setjast og borða. Hver og einn sér um að greiða fyrir sig og sína í ferjuna og koma með nesti.

Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar Ættleiðingar og við biðjum fólk vinsamlegast um að skrá sig og sína, þannig að við getum gefið ferjustjóranum einhverja mynd af því hvað verða margir á ferðinni þennan dag. Leiðinlegt ef ekki verður pláss fyrir alla að komast yfir, enda gerum við ráð fyrir góðri mætingu félagsmanna á þennan skemmtilega viðburð. Áætluð heimferð er 14.30, en ferðir eru reglulega tilbaka yfir daginn. Hægt er að skoða áætlun ferjunnar hér ef fólk vill nýta sér annan ferðatíma tilbaka: http://borgarsogusafn.is/is/videy/ferjan

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í góðum félagsskap þann 19. maí.

Skráning hér


Svæði