Fréttir

Vinur ÍÆ, Ketil Lehland, sæmdur norska stórriddarakrossinum

Hans hátign, norski konungurinn, hefur ákveðið að sæma Ketil Lehland fyrstu gráðu riddara hinnar konunglegu St. Ólafs orðu. Nafnbótina fær Ketil fyrir störf sín að réttindamálum barna en hann er frömuður í ættleiðingarmálum á alheimsvísu til margra áratuga.

Ketil hefur reynst Íslenskri ættleiðingu vel og seinast koma hann sérstaklega til Íslands á aðalfund félagsins árið 2007.

Ketil sem nú hefur látið af störfum var á þeim tíma sérstakur ráðgjafi norska ættleiðingarfélagsins Adopsjonsforum. Í erindi sínu á Íslandi fjallaði hann meðal annars um breytingar í ættleiðingarmálum áranna þar á undan, fjölgun umsókna á heimsvísu á sama tíma og færri börn eru ættleidd sem leiddi til sífellt stækkandi biðlista og mjög langs biðtíma í flestum löndum. Ketill sýndi m.a. tölur frá mörgum löndum og útskýrði þá þróun sem þá var orðin, en einnig fjallaði hann um stöðu einhleypra umsækjenda.

Íslensk ættleiðing fagnar því að þessi vinur okkar hljóti þennan verðskuldaða heiður fyrir afkastamikið ævistarf og metur nafnbótina líka sem veglega viðurkenningu fyrir málaflokkinn.

Ketil verður heiðraður klukkan tólf á hádegi á morgun en um það má lesa ítilkynningu á vef norsku konungshallarinnari.


Svæði