Fréttir

Vísir.is - Sigrún heldur áfram ađ leita ađ upprunanum

VÍSIR/EGILL AĐALSTEINSSON JÓHANN ÓLI EIĐSSON SKRIFAR

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ásamt Rósíku, einni af konunum ţremur sem fjallađ var um í fyrstu ţáttaröđinni, á ferđ ţeirra um Srí Lanka. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ásamt Rósíku, einni af konunum ţremur sem fjallađ var um í fyrstu ţáttaröđinni, á ferđ ţeirra um Srí Lanka.

Undirbúningur annarrar ţáttarađar af Leitinni ađ upprunanum er hafinn. Í upphafi ćtlađi Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ekki ađ gera ađra ţáttaröđ en lét tilleiđast. Fyrsta ţáttaröđin hlaut í gćr Edduverđlaun í flokki frétta- og viđtalsţátta.

„Á dauđa mínum átti ég von en ekki ţessu,“ sagđi Sigrún Ósk ţegar ljóst var ađ hún hefđi unniđ til verđlaunanna.

„Eftir ađ fyrstu ţćttirnir fóru í loftiđ fékk ég hátt í hundrađ tölvupósta frá fólki sem var áhugasamt um ţátttöku ef ţađ yrđi gerđ önnur ţáttaröđ. Framan af svarađi ég ţví til ađ ţađ vćri nánast útilokađ ađ ég myndi gera ţetta aftur,“ segir Sigrún Ósk.

Sigrún hafđi lengi haft hugmyndina ađ ţáttunum á bak viđ eyrađ áđur en hún réđst loks í gerđ ţeirra. Ţađ gerđist eftir ađ hún var „tögguđ“ í pósti á Facebook ţar sem kona spurđi hvort einhver fjölmiđlamađur hefđi ekki áhuga á ađ ráđast í ţetta verkefni.

„Ég mćtti međ hugmynd ađ ţessum eina ţćtti á fund og hún var samţykkt međ ţví skilyrđi ađ ţetta yrđi ađ ţáttaröđ. Ég lofađi henni eiginlega upp í ermina á mér,“ segir Sigrún og hlćr.

Vinnan ađ baki ţáttunum var gífurleg og í raun áttu ţeir hug hennar allan í heilt ár. Var ţađ ástćđan fyrir ţví ađ hún veigrađi sér viđ í fyrstu ađ ráđast í gerđ nýrrar ţáttarađar. Í ţakkarrćđu sinni í gćr ţakkađi Sigrún međal annars eiginmanni sínum og sonum fyrir ađ hafa ekki nýtt fjarveru sína „til ađ skipta sér út fyrir einhverja ađra sem vćri meira heima og gerđi meira gagn“.

„Ţetta er svolítiđ eins og barnsfćđingar. Fyrst um sinn hugsarđu ađ ţađ sé ekki séns ađ ţú munir gera ţetta aftur. Smám saman gleymir mađur ţví og á endanum er ekkert sem ţú vilt meir en ađ gera ţetta aftur,“ segir Sigrún Ósk. „Ţađ er stađreynd ađ ég held ađ ég hafi ekki tekiđ ţátt í neinu jafn gefandi um ćvina.“

Ţeir sem hafa áhuga á ađ vera ţátttakendur í Leitinni ađ upprunanum geta sent tölvupóst á netfangiđ sigrunosk@stod2.is.

Vísir.is - Sigrún heldur áfram ađ leita ađ upprunanum


Svćđi