Fréttir

Visir.is - Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð um að hitta móður sína í ferðatöskunni

Stefán Árni Pálsson skrifar  13. nóvember 2017 12:30

Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. Stefán veit að móðir hans var aðeins táningur þegar hún átti hann, en hefur að öðru leyti litla upplýsingar um forsögu sína.


Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Fjallað var um sögu Stefáns í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi.

Fyrir þremur árum auglýsti Stefán eftir ættingjum á Facebook þegar hann deildi mynd af sér þar sem hann hélt á stóru hvítu blaði með grunnupplýsingum um sig. Núna þremur árum síðar virðist hann vera kominn í samband við ættingja sína í Rúmeníu og er farinn að eiga í samskiptum við ömmu sína í gegnum Facebook. Amman veit ekki hvar dóttir sín er, en lofaði honum í þættinum í gær að ef hann myndi koma út til Búkarest, fengi hann að hitta móður sína.

Í næsta þætti af Leitinni að upprunanum fer Stefán til Rúmeníu ásamt Sigrúnu Ósk og verður fróðlegt að sjá hvort hann finni móður sína. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var á dagskrá Stöðva 2 í gærkvöldi.

Visir.is - Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð um að hitta móður sína í ferðatöskunni


Svæði