Fréttir

Aðalfundur 03.11.1982

Aðalfundur haldinn að Hótel Loftleiðum 3. nóvember kl.20:00. Mættir voru 18 félagsmenn.

Formaður, Guðrún Sederholm, setti fundinn og stakk uppá Júlíusi Þór Júlíussyni sem fundarstjóra og Ottó B. Ólafssyni sem fundarritara. Var uppástunga formanns samþykkt mótatkvæðalaust.

1. Var næst gengið til dagskrár og flutti formaður skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári. Kom þar meðal annars fram að eina sambandið, sem opið er félagsmönnum þessa stundina, er við Indónesíu og eru komin þaðan 12 börn. Því næst greindi Guðrún frá bréfaskriftum félagsins við íslenska ræðismenn í ýmsum löndum. Kom fram að svör höfðu borist frá nokkrum en í öllum tilfellum virtust trúarbrögð vera okkur nokkur hindrun. Kvaðst formaður þó vera hóflega bjartsýnn um að hægt yrði að virkja eitthvað þessara sambanda. Þá sagði G. frá heimsókn Lies Darmadji (Indónesíu) til Íslands, en hún kom hingað í boði foreldra barna, sem frá henni hafa komið. Formaður greindi frá fundi, sem G. OBO og Lies áttu með aðilum í dómsmálaráðuneyti um möguleika á því að útbúnir yrðu passar fyrir börnin hér heima. Virstust ráðuneytismenn vera nokkuð jákvæðir í því máli.

2. Gjaldkeri, Soffía Kjaran, skýrði því næst reikninga félagsins.
Tekjur
Gjöld
Innistæða á áv.

3. að loknu máli Soffíu Kjaran fóru fram umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins, sem samþykktir voru mótatkvæðalaust.

4. Þá kom fram tillaga stjórnar um óbreytt árgjald til félagsins, kr. 200.- og var það samþykkt af öllum viðstöddum.

5. Stjórnar og nefndarkjör:
Formaður greindi fundinum frá því að stjórnin hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og lagði fram eftirfarandi tillögu fráfarandi stjórnar um skipan nýrrar.
Formaður: Guðbjörg Alfreðsdóttir
Gjaldkeri: Birgir Sigmundsson
Ritari: Ottó Björn Ólafsson

Lýst var eftir tillögum frá fundarmönnum, en engar bárust og var tillaga fráfarandi stjórnar um nýja stjórn samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Skemmtinefnd, menningar- og fræðslunefnd svo og endurskoðendur voru endurkjörnir.

6. Önnur mál: 
Hér fór fram umræða um ýmislegt varðandi Indónesíu. Skýrði Guðrún frá því að F. Darmadji hefði nú fengið nýjan samstarfsaðila í passamálum hjá útlendingaeftirlitinu indónesíska og að hún byggist því ekki við neinum vandræðum í því efni á næstunni. Júlíus Þór varpaði þeirri spurningu til fráfarnadi formanns, hvort ekki væri hægt að bæta samband félagsins við félagið Ísland-Guatemala á Akureyri. Guðrún svaraði því til að það samband væri með ágætum.
Fyrirspurn kom frá Monicu P. um hversu mörg hjón væru á biðlistum félagsins og kom fram í svari Guðrúnar S. að 15 hjón væru á biðlista til Indónesíu og ein á biðlista til Nýju Dehli.
Þá var spurt um Líbanon og sagði GS að það samband væri ekki á vegum félagsins.
Loks skýrði fráfarnadi formaður frá því að síðastliðið vor hefði félaginu borist boð á alþjóðlegt þing um ættleiðingar sem haldið var í Ísrael í sumar, en fjárhagur félagsins hefði ekki leyft að sendur væri fulltrúi þangað.

Fundi var síðan slitið um kl. 22:30.


Svæði