Fréttir

Ađalfundur 23.mars 2021

Fundargerđ ađalfundar Íslenskrar ćttleiđingar, mánudaginn 23.mars 2021, kl. 20.00. 

Fundarstađur: Framvegis, miđstöđ símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík. 
Mćtt af hálfu stjórnar: Elísabet Hrund Salvarsdóttir stjórnarformađur, Berglind Glóđ Garđarsdóttir, Dylan Herrera (fjarfundi) og Lísa Björg Lárusdóttir. Fjarverandi voru: Ari Ţór Guđmannsson, Magali Mouy og Sigurđur Halldór Jesson.
Mćtt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Kristinn Ingvarsson, framkvćmdarstjóri, Ragnheiđur Davíđsdóttir, verkefnastjóri og Rut Sigurđardóttir, félagsráđgjafi.
Fundargerđ ađalfundar ritađi: Ragnheiđur Davíđsdóttir 

 Dagskrá ađalfundar: 

  1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur ţess á liđnu starfsári.
  2. Ársreikningur félagsins fyrir liđiđ starfsár ásamt athugasemdum endurskođanda félagsins lagđur fram til samţykktar.
  3. Kjör stjórnar
  4. Ákvörđun árgjalds. 
  5. Breytingar á samţykktum félagsins
  6. Umrćđur og atkvćđagreiđslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Elísabet Hrund Salvarsdóttir stjórnarformađur Íslenskrar ćttleiđingar setti fundinn og bauđ fundarmenn velkomna. Stjórnarformađur tilnefndi Ingibjörgu Valgeirsdóttir fundarstjóra og Ragnheiđi Davíđsdóttur fundarritara og var ţađ samţykkt af fundarmönnum. 

Fundarstjóri bauđ fundarmenn velkomna og kallađi eftir mótmćlum um bođun fundarins. 

Engin andmćli bárust og telst fundurinn ţví löglega bođađur án athugasemda. 

Fundarstjóri fór yfir dagskrá fundarins og bauđ stjórnarformanni ađ kynna skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins.

1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur ţess á liđnu starfsári. 
Stjórnarformađur kynnti og fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsáriđ 2020. 

Borin var upp sú spurning hvort Covid-19 vćri ađ hafa áhrif á ćttleiđingar. Svarađ var á ţá leiđ ađ í sumum löndum vćru fćrri börn ađ koma ţví ástandiđ í upprunalandinu vćri ekki gott. Hinsvegar hafi ekki veriđ mikil fćkkun á norđurlöndunum og t.d. í Noregi var aukning á umsóknum. Covid-19 hefur ađeins haft áhrif hér heima á tímann frá pörun og ţar til fólk getur fariđ út ađ sćkja barniđ sitt en ţađ hefur t.d. veriđ neyđarstig og útgöngubann í Tékklandi.

Spurt var um breytingar á ţjónustusamning.  Stjórnin er í ţeim farvegi núna ađ leita annarra leiđa til ađ fá inn fjármagn svo hćgt sé ađ sinna frćđslu, ráđgjöf og stuđning sem er svo mikilvćg.

Ekki fleiri spurningar og fundarstjóri ţakkar fyrir yfirferđ á skýrslu.

2. Ársreikningur félagsins fyrir liđiđ starfsár ásamt athugasemdum endurskođanda félagsins lagđur fram til samţykktar.
Stjórnarformađur fór yfir reikninga og rekstur síđasta árs. Áriđ 2019 var halli í rekstri félagsins en rekstur var í plús áriđ 2020. Ýmislegt sem skýrir ţađ en á ţessu ári voru t.d. engir fundir erlendis og ekki hćgt ađ heimsćkja samstarfslönd vegna Covid-19. 

Fundarstjóri ber ársreikning 2020 til samţykktar. 

Ársreikningur samţykktur samhljóđa fyrir starfsáriđ 2020.

3. Kjör stjórnar
Stjórn Íslenskrar ćttleiđingar skal skipuđ 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm međstjórnendum. Kosning stjórnarmanna rćđst af atkvćđamagni. Falli atkvćđi jafnt viđ kjör skal endurtaka kosningu milli viđkomandi frambjóđenda og falli atkvćđi enn jafnt rćđur hlutkesti. Sé ađeins einn frambjóđandi í kjöri skođast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á ađalfundi ár hvert eđa aukaađalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, ţrjá annađ áriđ og fjóra á ţví nćsta. 

Ađ ţessu sinni er kosiđ um 4 sćti stjórnarmanna og bárust 4 frambođ.

Magali Mouy og Ari Ţór Guđmannsson láta af störfum. 
Er ţeim ţakkađ fyrir gott samstarf síđustu ár og var klappađ fyrir ţeim.

Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu. Brynja Dan Gunnarsdóttir og Tinna Ţórarinsdóttir bjóđa sig fram í fyrsta sinn. Ţćr teljast sjálfkjörnar og eru stjórnameđlimir nćstu tveggja ára. Nýjir stjórnarmenn bođnir velkomnir međ lófataki.

4. Ákvörđun um árgjald:
Stjórnarformađur leggur til ađ árgjald félagsins haldist óbreytt og verđi áfram 3.500 kr. 
Fundarstjóri spyr hvort einhver mótmćli eđa komi međ ađrar tillögur. 
Svo er ekki og árgjald telst ţví samţykkt. 

5. Breytingar á samţykktum félagsins
Breytingar á samţykktum félagsins ţarf ađ skila inn fyrir 31.janúar 2021. 
Engin breytingartillaga barst ađ ţessu sinni. 

6. Umrćđur og atkvćđagreiđslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Engin önnur mál tekin fyrir.  

Fundarstjóri ţakkar fyrir góđan fund.

Ţakkir sendar til fyrri stjórnarmeđlima fyrir frábćr störf í ţágu félagsins og nýjir stjórnarmeđlimir bođnir velkomnir međ lófataki.

Fundi slitiđ kl. 20:55

 

 


Svćđi