Fréttir

Stjórnarfundur 05.07.2012

Stjórnarfundur 5.júlí 2012

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 5.júlí 2012 kl. 20:00

Mættir:

Ágúst Guðmundsson
Árni Sigurgeirsson
Hörður Svavarsson
Vigdís Ó. Sveinsdóttir

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn. Stjórn samþykkti fundargerð síðasta stjórnarfundar.

Mál á dagskrá:
1. Fundargerð seinasta fundar.
2. Drög að samningi við Lene Kamm
3. Yfirlit yfir fjársöfnun til að koma undirbúningsnámskeiðum af stað á ný
4. Yfirlit yfir stöðu í Kólumbíu
5. Fjárhagsáætlunarvinna
6. Minnisblað um fund með skemmtinefnd 2.7.2012
7. Kína

1. Fundargerð seinasta fundar.
Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

2. Drög að samningi við Lene Kamm.
Framkvæmdarstjóri fer yfir stöðuna á samning við Lene Kamm. Framkvæmdarstjóra er falið að halda áfram viðræðum við Lene Kamm og gera samning við hana til 5 ára.

3. Yfirlit yfir fjársöfnun til að koma undirbúningsnámskeiðum af stað á ný.
Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins.

4. Yfirlit yfir stöðu í Kólumbíu
Framkvæmdarstjóri lagði fram munnlegt yfirlit yfir stöðu í Kólumbíu.

5. Fjárhagsáætlunarvinna
Drög að breyttri fjárhagsáætlun lögð fram. Hugmyndir voru ræddar og framkvæmdarstjóra og formanni falið að þróa þær áfram og setja í framkvæmd það sem við á.

6. Minnisblað um fund með skemmtinefnd 2.7.2012
Lagt fram yfirlit um fund framkvæmdarstjóra og formanns með skemmtinefnd félagsins. Vigdís og Árni .

7. Kína
Lögð fram fyrstu drög um áætlun um heimsókn sendinefndar frá Kína. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu og leita m.a. nánari upplýsinga hjá samstarfsaðilum okkar í Danadopt og ræða við IRR um aðkomu þess að heimsókninni. Auk þess voru ræddar hugmyndir um verkefnastjóra vegna heimsóknarinnar.

Næsti fundur áætlaður 31.júlí

Fundi slitið kl. 21:35
Fundargerð ritaði: Ragnheiður


Svæði