Fréttir

Stjórnarfundur 07.02.1979

Haldinn 7. febrúar 1979, var sérstaklega til hans boðað í tilefni af bréfi, sem félaginu hafði borist frá hr. Hollis.
Mættir voru Gylfi Guðjónsson, Ástrún Jónsdóttir, Ágústa Bárðardóttir, Anna Guðmundsdóttir og Torfi Karlsson og í millitíðinni var búið að leita upplýsinga um Hollis, og svar fengist við því að maðurinn væri ábyggilegur og hafi starfað við ættleiðingar í Danmörk. Voru allir sammála um að þiggja boð hans um aðstoð.
Gylfi Guðmundsson sem staddur er í Danmörk ætlar að taka að sér að semja við Hollis fyrir hönd félagsins og að kynna sér aðra skilmála hans.
Las formaður bréf sem borist hafði frá frú Finch nýlega, og kom lítið nýtt fram í því annað en að formaðurinn fyrir Norsk-Korea forening væri á leið til Kóreu og mundi hann tala okkar máli þar.
Ætlar Gylfi að hringja til frú Finch og reyna að fá einhver ákveðnari svör frá henni.
Var síðan saminn listi með spurningum sem Gylfi Guðmundsson skyldi leggja fyrir Hollis og fundi slitið stuttu síðar.

Gylfi Már Guðjónsson
Ágústa Bárðardóttir
Ástrún Jónsdóttir


Svæði