Fréttir

Stjórnarfundur 08.02.2023

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 8.febrúar  kl 17:00 á skrifstofu félagsins.

Mætt eru: Lísa Björg Lárusdóttir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Svandís Sigurðardóttir, Tinna Þórarinsdóttir
og Örn Haraldsson.

Fjarverandi:  Brynja Dan Gunnarsdóttir

Þá tók Elísabet Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdarstjóri félagsins.

Dagskrá stjórnarfundar  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Skýrsla skrifstofu 
  3. DMR - verkefni til skoðunar 
  4. Yfirferð á fræðslu ÍÆ
  5. Sri Lanka 
  6. Ársáætlun 2023 
  7. Aðalfundur ÍÆ 2023 
  8. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Engar athugasemdir gerðar við fundargerð síðasta stjórnarfundar.  

2. Skýrsla skrifstofu 

Fyrsta umsókn um forsamþykki fór út í Tékklands í janúar. Þá er einnig umsóknir sem eru í undirbúningi við að senda út. Skrifstofan hefur verið að aðstoða umsækjendur með uppfærslu á gögnum. Að öðru leyti er staðan í Tékklandi óbreytt. Framkvæmdarstjóri fór á samkomur hjá bæði Kínverska og Indverska sendiráðinu.   

Starfsfólk skrifstofu er byrjað að undirbúa greinargerð með þeim verkefnum sem verið er að skoða að færa yfir til Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt er verið að fara yfir þau verkefni sem tengjast fræðslunni vegna breytinga á starfsmannahaldi.  Framkvæmdarstjóri og Örn stjórnarmaður voru með foreldrahitting á skrifstofu ÍÆ en engin mætti.  

Verið er að bíða eftir upplýsingum um stöðu umsókna í Kólumbíu. ÍÆ fékk síðast upplýsingar í desembermánuði sl.  Á döfinni er fundur með Tógó.  

3. DMR – Verkefni til skoðunar 
Á morgun eiga framkvæmdarstjóri og verkefnastjóri ÍÆ fund með DMR. Á fundinum munu einnig koma fulltrúar frá Sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. ÍÆ er búið að senda gögn á þessa aðila varðandi þau verkefni sem verið er að skoða að færa yfir. Búið er að setja saman ítarleg gögn með samantekt og yfirferð á verkferlum.  

4. Yfirferð á fræðslu ÍÆ 
Fundur á skrifstofu varðandi fræðslu ÍÆ. Þær breytingar verða í apríl að Rut Sigurðadóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá félaginu hættir sem starfsmaður og fer til annarra starfa. Gert ráð fyrir að Rut verði áfram í verktöku og keypt þjónusta eftir þörfum. Farið yfir þá fræðslu sem þarfnast fagþekkingar. Verið að skoða þau verkefni sem framkvæmdarstjóri og verkefnastjóri geta haft á sínum höndum, og svo þau verkefni sem þarfnast fagþekkingar.  

5. Sri Lanka 
Ákveðið að framkvæmdarstjóri og Örn stjórnarmaður taki seinni fundinn með uppkomum ættleiddum frá Sri Lanka. Þau munu hittast síðar og ramma inn efni fundarins.  

6. Ársáætlun 2023 
Það er búið að senda inn drög að ársáætlun 2023 og er DMR búið að samþykkja drögin. Framkvæmdarstjóri mun senda á stjórn lokaáætlun sem senda þar inn fyrir lok 15. febrúar nk. 

7. Aðalfundur ÍÆ 2023 
Aðalfundur ÍÆ er fyrirhugaður 23. mars nk. Rýni endurskoðun hefur hafið vinnu við ársreikning 2022.  

8. Önnur mál 
Félagsmaður búin að stofna podcast um ættleiðingar. Rut félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur er búin að fara í viðtal. Elísabet framkvæmastjóri og Svandís stjórnarmaður munu einnig vera viðmælendur.  

Fundi slitið kl. 18:30 

 

 


Svæði