Stjórnarfundur 08.03.2023
Stjórnarfundar Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 8.mars kl. 17:00
Mætt eru: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Tinna Þórarinsdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Örn Haraldsson og Lísa Björg Lárusdóttir.
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdastjóri félagsins.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Skýrsla skrifstofu
- DMR – verkefni til skoðunar
- Ársreikningur 2022
- Aðalfundur ÍÆ 2023
- Sri Lanka
- Húsnæðismál
- EurAdopt & NAC
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Engar athugasemdir gerðar
2. Skýrsla skrifstofu
Farið er yfir tölfræði.
Það eru nokkrar umsóknir í vinnslu og ein er farin til sýslumanns.
Búið er að ítreka ósk um fund með Tógó.
Skrifstofa er farin að upplýsa umsækjendur um breytingar á reglum í Tékklandi varðandi tveggja umsókna regluna. Tengiliðurinn ÍÆ þar í landi er farin í veikindaleyfi og er búið að úthluta nýjum tengilið á meðan. Starfsfólk skrifstofu hefur verið að upplýsa nýja tengiliðinn um ferlið og fræðsluna hér á landi.
Á sl. mánuði hefur verið mikið um fundi með DMR og sýslumanni vegna yfirfærslu á verkefnum.
Skrifstofa hefur verið í sambandi við fjölskyldu sem er að fara út til Tógó í næsta mánuði.
3. DMR - verkefni til skoðunar
ÍÆ búið að vera að funda með fulltrúum DMR og sýslumanninm á höfuðborgarsvæðinu vegna yfirfærslu á verkefnum, og hefur mikil greiningarvinna átt sérs tað. Samskiptin á fundunum hafa verið góð. Uppi eru áhyggjur af því af hálfu stjórnar og skrifstofu hvort yfirfærsla á verkefnum muni fela í sér minna fjármagn til ÍÆ. Skrifstofa er búin að gera minnispunkta og samantekt af fundunum. Skv. fyrirliggjandi þjónustusamningi við DMR á að liggja fyrir heildstæð mynd af yfirfærslunni þann 15. mars nk.
Skrifstofa ÍÆ hefur verið í sambandi við miðstjórnarvöld í DK, m.a. við yfirsálfræðing við uppkomna ættleidda þar í landi. Sýslumaður hefur fengið leyfi fyrir að heyra í henni varðandi veitingu þjónustu við uppkomna ættleidda.
4. Ársreikningur 2022
Á fundinum er farið yfir ársreikninga vegna tekjuársins 2022 og muninn á milli ára.
Munur á launum á milli 2021 og 2022 felst í uppgjöri við fyrrverandi framkvæmdarstjóra
5. Aðalfundur ÍÆ 2023
Aðalfundur ÍÆ verður haldin þann 28.mars nk. hjá Framvegis í Borgartúni. Eins og stendur er eitt framboð til stjórnarsetu komið.
6. Sri Lanka
Fyrirhugaður er fundur með uppkomnum ættleiddum frá Sri Lanka í kvöld, 8.mars, kl. 20:00.
Örn stjórnarmaður verður fundarstjóri og mun halda utan um strúkturinn á fundinum. Elísabet mun fara yfir efnisleg atriði m.a. tilgang félagsins, löggjöfina o.s.frv.
ÍÆ sendi erindi á DMR sem var boðið á fundinn. DMR mun ekki senda fulltrúa en það má senda fyrirspurnir á ráðuneytið ef einhverjar eru eftir fundinn. ÍÆ mun senda ráðuneytinu skýrslu um fundinn.
7. Húsnæðismál
Skrifstofa er á fullu að finna nýtt húsnæði, starfsfólk er opið fyrir öllu og er miðað við að mánaðarleg leiga sé í kringum 250.000 kr.
8. EurAdopt & Nac
Fyrirhugaður er fundur EurAdopt í apríl, framkvæmarstjóri ÍÆ fer á þann fund en hún er fulltrúi félagsins í stjórn EurAdopt.
Í gær var fundur hjá NAC. Þar kom fram að mikið hefur gengið á í Svíþjóð í umæðunni um alþjóðlegar ættleiðingar. NAC ráðstefna verður svo þann 15. sept. á Berjaya hótel Natura.
9. Önnur mál
Engin önnur mál.
Fundi slitið.