Fréttir

Stjórnarfundur 08.03.2023

Stjórnarfundar Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 8.mars kl. 17:00 

Mætt eru: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir,  Tinna Þórarinsdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Örn Haraldsson og Lísa Björg Lárusdóttir. 

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdastjóri félagsins.  

Dagskrá stjórnarfundar  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Skýrsla skrifstofu 
  3. DMR – verkefni til skoðunar 
  4. Ársreikningur 2022 
  5. Aðalfundur ÍÆ 2023 
  6. Sri Lanka 
  7. Húsnæðismál 
  8. EurAdopt & NAC 
  9. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Engar athugasemdir gerðar 

2. Skýrsla skrifstofu
Farið er yfir tölfræði.
Það eru nokkrar umsóknir í vinnslu og ein er farin til sýslumanns.
Búið er að ítreka ósk um fund með Tógó.
Skrifstofa er farin að upplýsa umsækjendur um breytingar á reglum í Tékklandi varðandi tveggja umsókna regluna. Tengiliðurinn ÍÆ þar í landi er farin í veikindaleyfi og er búið að úthluta nýjum tengilið á meðan. Starfsfólk skrifstofu hefur verið að upplýsa nýja tengiliðinn um ferlið og fræðsluna hér á landi.
Á sl. mánuði hefur verið mikið um fundi með DMR og sýslumanni vegna yfirfærslu á verkefnum.
Skrifstofa hefur verið í sambandi við fjölskyldu sem er að fara út til Tógó í næsta mánuði.

3. DMR - verkefni til skoðunar

ÍÆ búið að vera að funda með fulltrúum DMR og sýslumanninm á höfuðborgarsvæðinu vegna yfirfærslu á verkefnum, og hefur mikil greiningarvinna átt sérs tað. Samskiptin á fundunum hafa verið góð. Uppi eru áhyggjur af því af hálfu stjórnar og skrifstofu hvort yfirfærsla á verkefnum muni fela í sér minna fjármagn til ÍÆ. Skrifstofa er búin að gera minnispunkta og samantekt af fundunum. Skv. fyrirliggjandi þjónustusamningi við DMR á að liggja fyrir heildstæð mynd af yfirfærslunni þann  15. mars nk.  

Skrifstofa ÍÆ hefur verið í sambandi við miðstjórnarvöld í DK, m.a. við yfirsálfræðing við uppkomna ættleidda þar í landi. Sýslumaður hefur fengið leyfi fyrir að heyra í henni varðandi veitingu þjónustu við uppkomna ættleidda.

4. Ársreikningur 2022
Á fundinum er farið yfir ársreikninga vegna tekjuársins 2022 og muninn á milli ára.
Munur á launum á milli 2021 og 2022 felst í uppgjöri við fyrrverandi framkvæmdarstjóra

5. Aðalfundur ÍÆ 2023
Aðalfundur ÍÆ verður haldin þann 28.mars nk. hjá Framvegis í Borgartúni. Eins og stendur er eitt framboð til stjórnarsetu komið.

6. Sri Lanka
Fyrirhugaður er fundur með uppkomnum ættleiddum frá Sri Lanka í kvöld, 8.mars, kl. 20:00.
Örn stjórnarmaður verður fundarstjóri og mun halda utan um strúkturinn á fundinum. Elísabet mun fara yfir efnisleg atriði m.a. tilgang félagsins, löggjöfina o.s.frv.
ÍÆ sendi erindi á DMR sem var boðið á fundinn. DMR mun ekki senda fulltrúa en það má senda fyrirspurnir á ráðuneytið ef einhverjar eru eftir fundinn. ÍÆ mun senda ráðuneytinu skýrslu um fundinn.

7. Húsnæðismál
Skrifstofa er á fullu að finna nýtt húsnæði, starfsfólk er opið fyrir öllu og er miðað við að mánaðarleg leiga sé í kringum 250.000 kr. 

8. EurAdopt & Nac
Fyrirhugaður er fundur EurAdopt í apríl, framkvæmarstjóri ÍÆ fer á þann fund en hún er fulltrúi félagsins í stjórn EurAdopt.
Í gær var fundur hjá NAC. Þar kom fram að mikið hefur gengið á í Svíþjóð í umæðunni um alþjóðlegar ættleiðingar.  NAC ráðstefna  verður svo þann 15. sept. á Berjaya hótel Natura.

9. Önnur mál
Engin önnur mál. 

Fundi slitið.

 

 


Svæði