Fréttir

Stjórnarfundur 09.01.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 9.janúar 2018 kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu: Ari Þór Guðmundsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárussdóttir og Magali Mouy, Sigurður Halldór Jesson og Lára Guðmundsdóttir tóku þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Mánaðarskýrsla desember
  3. Ársáætlun 2018: Fjárhagsáætlun og starfsáætlun
  4. Samningur á milli umsækjenda og skrifstofu
  5. Starf skrifstofu
  6. Úttekt á þjónustusamningi
  7. Afmælisboð 15.janúar
  8. Önnur mál
  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Fundargerð frá 14.nóvember frestað.
    Fundargerð frá 12.desember samþykkt.
  2. Mánaðarskýrsla desember.
    Rædd.
  3. Ársáætlun 2018: Fjárhagsáætlun og starfsáætlun.
    Áætlanir ræddar.
    Skipað í nefnd vegna gjaldskrá félagsins.
    Samningur milli umsækjanda og skrifstofu.
    Farið yfir samninginn. Framkvæmdastjóra falið að laga athugasemdir og senda á stjórn til samþykktar. Í kjölfarið verður samningurinn sendur til dómsmálaráðuneytisins til samþykktar.
  4. Starf skrifstofu.
    Minnisblað um lækkað starfshlutfall lagt fram, en þar kemur fram að sálfræðingur félagisns er að minnka við sig vinnu.
  5. Úttekt á þjónustusamningi.
    Formaður og framkvæmdastjóri funduðu með dómsmálaráðuneytinu varðandi úttekt ráðuneytisins á þjónustusamningnum sem rann út um áramótin. Á fundinum kom fram að ráðuneytið var ánægt með þjónustusamninginn og leggur til að gera nýjan samning sem tekur við af honum. 
    Formaður og framkvæmdastjóri voru með nokkrar athugasemdir sem komu fram á fundinum og var framkvæmdastjóra falið að skrifa bréf til ráðuneytisins  til að koma þeim athugasemdum á framfæri með formlegum hætti.
  6. Afmælisboð 15.janúar.
    Fjallað um væntanlegt boð og farið yfir helstu atriði.
  7. Önnur mál
    a. Aðalfundur
    Ákveðið að halda Aðalfund félagsins 6.mars kl. 20:00 á Hilton Reykjavík Nordica.
    b. Læknar
    Framkvæmdastjóri mun funda með læknum sem félagið hefur aðgang skrifa undir samning við þá varðandi þjónustu þeirra. 
    c. Minnisblað um barna– og unglingasstarf vor 2018
    Minnisblað lagt fram og rætt. Mikil ánægja er með barna- og unglingastarfið meðal þeirra foreldra sem nýta sér það.
    d. Löggilding í Kólombíu.
    Framkvæmdastjóra falið að undirbúa löggildinguna og senda á stjórn þau skjöl stjórnarmenn þurfa að skila með umsókn um löggildingu.

Fundi lokið kl. 21:02

 


Svæði