Fréttir

Stjórnarfundur 09.05.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 9.maí kl. 20:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b. 

Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Lísa Björg Lárussdóttir, Magali Mouy, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson . Lára Guðmundsdóttir tók þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar 

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Mánaðarskýrsla apríl 
  3. Samráðsfundur með DMR og sýslumannsembættinu 
  4. Fundur með formanni Félags fósturforeldra 
  5. Ættleiðing eldri barna -  útgáfa 
  6. Þagnaskylda starfsfólks og stjórnarmanna 
  7. Er ættleiðing fyrir mig ? Námskeið 
  8. Minnisblað - Dóminískanska lýðveldið 
  9. NAC – Members meeting 28.september 
  10. Önnur mál 
  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
    Samþykkt
  2. Mánaðarskýrsla apríl
    Skýrsla rædd.
  3. Samráðsfundur með DMR og sýslumannsembættinu
    Formaður og KI segja frá væntanlegum fundi með fulltrúum frá DMR og sýslumannsembættinu föstudaginn 11.maí. Þar verður farið yfir nokkur mál sem viðkemur öllum aðilum. 
  4. Fundur með formanni Félags fósturforeldra
    Formaður segir frá fundi sem hún átti með Gunnlaugi Kristmundssyni. Margt áhugavert rætt um málefni beggja félaga, en margt er líkt með þeim. Einnig kom fram ósk frá stjórn Félags fósturforeldra að halda afmælisboð fyrir stjórn og starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar, verið er að finna dagsetningu fyrir boðið. 
  5. Ættleiðing eldri barna – útgáfa
    KI segir frá rafrænum bæklingi sem er búin að vera til lengi vegna ættleiðingar eldri barna. Átti að gefa hann út á pappírsformi en það hefur ekki verið gert ennþá. Efnið var þýtt frá norsku yfir á íslensku af Arndísi Þorsteinsdóttur sem hefur verið leiðbeinandi á námskeiðinu „ Er ættleiðing fyrir mig?“. Hún hefur lesið efnið yfir aftur þar sem langt er síðan það var þýtt og telur hún að það eigi vel við í dag. Tillaga er að hafa myndir sem teiknaðar hafa verið í unglingastarfi félagins en KI þarf að leita eftir samþykki þeirra sem gerðu þær. Þegar það er komið verður bæklingurinn sendur á stjórn til samþykktar og svo gefin út á rafrænu formi.
  6. Þangarskylda starfsfólks og stjórnarmanna
    Nýta siðarreglur sem gerðar voru af stjórn og skrifstofu þar sem kemur fram um þangarskyldu. Samþykkt á fundi að nýta siðareglurnar og allir sem voru á fundinum skrifuðu undir.
  7. Er ættleiðing fyrir mig? – námskeið
    Farið yfir uppgjör vegna síðasta námskeið og rætt hvort eitthvað væri hægt að lækka kostnað vegna námskeiðana. Búið er að draga verulega úr kostnaði síðustu ár, en námskeiðin standa ekki undir sér. Stjórn lýsir áhyggjum yfir kostnaði vegna námskeiða. Taka þarf þessa umræðu áfram við Dómsmálaráðuneytið í tengslum við þjónustusamning.
  8. Minnisblað um Dóminíska lýðveldið
    KI leggur fram minnisblað og gögn frá Dóminíska lýðveldinu vegna ættleiðingarmála. Stjórn óskar eftir því að framkvæmdarstjóri haldi áfram vinnu vegna hugsanlegs samstarfs.
  9. NAC – Members meeting
    Formaður segir frá fyrirhuguðum fundi 28.september 2018 í Kaupmannahöfn á vegum NAC. 
    Nú hafa fleiri möguleika á því að koma á þennan fund en áður, einnig þeir sem starfa við ákveðin málefni tengdum ættleiðingum. Lagt er til að 3 umræðuefni verði og hver og einn velji sér eina umræðu til að taka þátt í.
    1. Better Home Studies
    2. Nordic Adoption Approach
    3. Post – Adoption Services. 
    Nánari upplýsingar koma í lok maí.
  10. Önnur mál
    a. Fyrirspurn vegna breytinga á gjaldi vegna eftirfylniskýrslu
    Formaður fékk til sín fyrirspurn af hverju hækkun hefði orðið á gjaldi vegna heimsóknar félagsráðgjafa sem gerir eftirfylgniskýrslu. Framkvæmdarstjóri segir að ekki hafi orðið hækkun frá því áður en líkleg skýring sé að inni í reikningi viðkomandi sé greiðsla vegna akstur, sem bættir við einni klst. Mikið rætt á fundinum og velt fyrir sér hvort þetta ætti að vera hjá aðila á vegum ráðuneytis eða sveitarfélaga. KI fallið að skoða hvernig þetta er hjá samstarfsaðilum okkar á Norðurlöndnum, hvort foreldrar séu að greiða fyrir þessa þjónustu félagsráðgjafa.
    b. Minnisblað um sumarleyfi 2018
    Minnisblað rætt
    c. Minnisblað um 3ja mánaða uppgjör
    Formaður fer yfir 3ja mánaða uppgjör félagsins með stjórn.
    d. Minnisblað stefnumótun félagsins
    Ingibjörg segir lítillega frá hugmynd um stefnumótun fyrir Íslenska ættleiðingu 2018 – 2023. Ákveðið var að halda sér fund um málið og verður fundur vegna þess þriðjudaginn 15.maí kl. 17:00 á skrifstofu félagsins.
    e. Útilega félagsins í sumar
    KI ræðir um útileguna og hvort stjórnarmenn ætli að mæta. Óskað eftir því að KI sendi minnisblað á stjórn vegna kostnaðar.
    f. Biðlistahittingur
    Framkvæmdarstjóri spyr hver sé að sjá um þennan hitting, formaður segist vera með ábyrgðina á honum þessa dagana, og mun boða til hittings í næstu viku, líklega 15.maí.
    g. Viðtal við umsækjendur
    Framkvæmdarstjóri segir frá viðtalið sem birtist við umsækjendur í tékkneska dagblaðinu Lidové noviny, verið er að vinna í að lesa yfir þýðingu á greininni.
    h. Facebook síða félagsins
    Komið hefur fram að ekki er hægt að útbúa viðburð á núverandi fésbókar síðu félagisns. Skoða þarf hvaða leið er hægt að fara til að breyta skilgreiningu síðunnar þannig að hægt verði að nýta hana betur til að minna félagsmenn á ýmsa viðburði.

 Fundi lokið kl. 22:10

Næsti fundur miðvikudaginn 13.júní kl. 20:00

 

 


Svæði