Stjórnarfundur 10.01.2024
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 10.janúar kl. 17:30.
Mætt: Berglind Glóð Garðarsdóttir Gylfi Már Ágústsson, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Svandís Sigurðardóttir og Örn Haraldsson.
Sólveig Diljá Haraldsdóttir tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Skýrsla skrifstofu
3. Tékkland
4. Indland
5. Breyting á þjónustugjöldum
6. Eftirfylgniskýrslur
7. Ársáætlun 2024
8. Aðalfundur ÍÆ 2024
9. Ársreikningur 2023
10. Breytingar á samþykktum
11. Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Skýrsla skrifstofu
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu. Mikið af viðtölum og fræðslu. Umfang vinnu á skrifstofu félagsins árið 2023 var meiri en árið 2022 samanber samaburði á skýrslu skrifstofu.
3. Tékkland
Rætt um bréf sem barst frá ættleiðingaryfirvöldum 19.desember, stjórn hafði fengið bréfið sent. Verið að skoða næstu skref og framkvæmdastjóri og formaður fara á fund með dómsmálaráðuneytinu 12.janúar.
4. Indland
Framkvæmdastjóri er að klára greinargerð vegna umsóknar félagsins til dómsmálaráðuneytis um að opna aftur ættleiðingarsamstarf við Indland.
5. Breyting á þjónustugjöldum
Eins og komið hafði farm í ársáætlun 2024 var gert ráð fyrir hækkun á þjónustugjöldum frá og með 1.janúar 2024. Hækkun á gjöldum hefur ekki verið gerð síðan í janúar 2020 en núna hafa gjöld verið hækkuð um 5% þó að vísitalan sem gjöldin miðað við hafi hækkuð mun meira á þessum tíma.
6. Eftirfylgniskýrslur
Farið yfir minnisblað sem framkvæmdastjóri lagði fram um breytingar á verklagi vegna eftirfylgniskýrslna. Óskað hefur verið eftir fundi með dómsmálaráðuneytinu og sýslumannsembættinu til að fara yfir núverandi verklag.
7. Ársáætlun 2024
Áætlun var samþykkt á stjórnarfundi í desember og var send á dómsmálaráðuneytið. Ekki hafa borist viðbrögð við áætlun frá ráðuneytinu.
8. Aðalfundur ÍÆ 2024
Undirbúningur vegna aðalfundar er hafin, ákveðið að hann verði 20.mars. Aðalfundur verður auglýstur eftir að búið er að staðfesta sal.
9. Ársreikningur ÍÆ 2024
Verið er að klára vinnu vegna ársreiknings á skrifstofu félagsins og mun Rýni endurskoðun setja upp ársreikning á næstu vikum.
10.Breytingar á samþykktum
Framkvæmdastjóri fer yfir að ef breyta á samþykktum félagsins á næsta aðalfundi þurfi að senda breytingartillögur á skrifstofu félagsins til og með 31.janúar 2024. Þetta verður einnig auglýst þegar aðalfundur verður kynntur.
11. Önnur mál
a. NAC
Stjórnarfundur NAC, Berglind Glóð er í sem fulltrúi stjórnar ÍÆ og Elísabet Hrund formaður NAC fara á í Helsinki 9.febrúar 2024.
b. EurAdopt
Framkvæmdastjóri segir frá ráðstefnu EurAdopt sem fyrirhuguð er 17.-18.aprí. Framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins fara á ráðstefnuna.
c. MRN - tilraunaverkefni
Framkvæmdastjóri segir frá stöðunni á verkefninu en Rut fór á fund í mennta- og barnamálaráðuneytinu og hefur borist tölvupóstur um að félagið muni fá styrk uppá 3 milljónir. Ekki eru komin drög að samningi um þennan styrk.
Fundi lokið kl. 19:00