Fréttir

Stjórnarfundur 10.04.2012

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 10. apríl 2012 kl. 20:00

Mættir:

Anna Kristín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Árni Sigurgeirsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Jón Gunnar Steinarsson

Kristinn Ingvarsson sat einnig fundinn. Stjórn samþykkti fundargerð síðasta stjórnarfundar.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð seinasta fundar.
2. Þjónustusamningur milli ÍÆ og IRR
3. Námskeið fyrir verðandi kjörforeldra
4. Önnur mál

1. Fundargerð seinasta fundar.
Fundargerð lögð fram og samþykkt.

2. Þjónustusamningur milli ÍÆ og IRR
Aðalfundi ÍÆ var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings milli Innanríkisráðuneytis og ÍÆ en þegar framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út varð ljóst að enginn félagsmaður hafði áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu við þessar aðstæður. Í stað aðalfundar efndi stjórn félagsins til almenns félagsfundar til að skýra óljósa stöðu félagsins fyrir félagsmönnum þann 28. mars síðastliðinn. Fundurinn samþykkti bokun þar sem skorað var á stjórnvöld að aflétta viðvarandi óvissuástandi í rekstri félagsins. Fundurinn og aðstæður félagsins vöktu mikla athygli í samfélaginu og var mikið fjallað um málefni þessi í fjölmiðlum. Ekkert samband hefur verið haft við ættleiðingarfélagið út af málinu frá ráðuneytinu eða fulltrúum fjárveitingavaldsins.

3. Þjónustusamningur milli ÍÆ og IRR
Eitt af hlutverkum löggilts ættleiðingarfélags er að bera ábyrgð á að væntanlegir kjörforeldrar, sem félagið annast milligöngu fyrir, sæki námskeið til undirbúnings ættleiðingu á erlendu barni. Svo sem kveðið er á um í 5. gr. Reglugerðar um ættleiðingarfélög. Þar segir jafframt að upplýsingar um tilhögun námskeiðs skuli senda ráðuneytinu til staðfestingar.

Ákvæði reglugerða eiga sér stoð i lögum um ættleiðingar og eru í fullu samræmi við Haagsamninginn um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa og handbókar við þann samning, enda er undirbúningur væntanlegra kjörforeldra einn af mikilvægustu þáttunum í að tryggja að velferð kjörbarns. Það er niðurstaða fjölda rannsókna að góður þjálfun og fræðsla væntanlegra kjörforeldra sé lykilatriði.

Íslensk ættleiðing hefur staðið mjög vel að námskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra síðan ákvæði um þau voru sett í reglugerð árið 2005. Samið var við einn virtasta fagmann á þessu sviði á Norðurlöndum, Lene Kam, um afnot af náskeiðum sem hún hefur samið og notuð eru víða. Tvær handbækur voru þýddar og gefnar út og Lene kom hingað margoft til að staðfæra námskeiðin, velja leiðbeinendur, þjálfa þá og handleiða. Násmkeiðin eru að jafnaði haldin tvisvar til þrisvar á ári og í þjónustukönnunum félagsins kemur fram mikil og almenn ánægja með námskeiðin, innihald þeirra og fyrirkomulag.

Eftir að ákvæði um námskeið fyrir verðandi kjörforeldra voru sett í reglugerð varð kostnaður ættleiðingarfélagsins við að staðfæra efni, semja við höfund þess, velja leiðbeinendur og þjálfa þá var rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til Dómsmálaráðuneytisins vegna þessa kostnaðar. Þeirri beiðni var hafnað. Fráárinu 2006 hafa námskeið fyrir verðandi kjörforeldra verið haldin 18 sinnum., tvisvar varð ekki fjarhagslegt tap fyrir félagið að halda námskeið.

Nú er komið að því að semja þarf við Lene Kam að nýju um afnotarétt af efni hennar og jafnframt þarf að fjölga leiðbeinendum að nýju en síðan árið 2009 hefur einungis eitt tveggja manna teimi leiðbeinenda verið starfandi á vegum félagsins sem hefur marga vankannta í för með sér. Til stóð að fjölga leiðbeinendum strax árið 2009 en þá skilaði starfshópur á vegum Dómsmálaráðuneytisins skýrslu um námskeiðin þar greina mátti ýmsar vangaveltur um breytingar og af hálfu ættleiðingarfélagsins var beðið viðbragða frá ráðuneytinu við skýrslunni. Í skýrslu Hrefnu Friðriksdóttur sem hún tók saman fyrir Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið í árslok 2010 eru einnig upp hugmyndir um að þjálfun og fræðsla verðandi kjörforeldra verði fyrir komið annarstaðar en hjá ættleiðingarfélagi til að koma i veg fyrir svokallaða hagsmunaárkestra þó það sé ekki skýrt nánar. Starfshópur á vegum Innanríkisráðuneytisins sem vinnur að mótun nýrrar ættleiðingarlöggjafar vinnur á grunni áðurnefndrar skýrslu Hrefnu en hefur ekki tekið afstöðu til framtíðarfyrirkomulags ámskeiða.

Innanríkisráðuneytinu er vel kunnugt um þröngan fjárhag ættleiðingarfélagsins. Frá árinu 2009 hafa fulltrúar félagsins verið í viðræðum við ráðuneytið og forvera þess um breyingar á fjárframlagi til félagsins. Fyrir liggja drög að þjónustusamningi milli Innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar en ekki hefur tekist að tryggja fjárframlag svo ljúka megi samningsgerðinni. Á þessum tíma hafa aðstæður félagsins versnað eins og kunnugt er og skemmst er að minnast þess að fresta varð aðalfundi félagsins vegna óvissu um gerð þjónustusamnings.

Aðstæður ættleiðingarfélagsins eru nú þannig að ekki er svigrúm til að endurnýja samning við höfund námsefnis, ekki eru aðstæður til að velja nýja leiðbeinendur og þjálfa þá og þar að auki er ekki réttlætanlegt að taka fjárhah-gslega áhættu af námskeiðshaldi meðan óvissa ríkir um gerð þjónustusamnings milli Innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar.

Með vísan til 19. gr. reglugerðar um ættleiðingarfélög er ráðuneytinu sem eftirlitsaðila með ættleiðingarfélaginu, hér með tilkynnt að við ríkjandi aðstæður getur Íslensk ættleiðing ekki haldið námskeið fyrir verðandi kjörforeldra með sama hætti og áður.


Fundi slitið kl. 21:30.


Svæði