Stjórnarfundur 10.05.2022
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þirðjudaginn 10.maí kl 17:00
Mætt eru: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Tinna Þórarinsdóttir og Örn Haraldsson
Fjarverandi: Brynja Dan, Gylfi Már Ágústsson
Elísabet Salvarsdóttir mætti á fundinn sem framkvæmdarstjóri félagsins.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Skýrsla skrifstofu
- NAC
- EurAdopt
- Kortlagning á þjónustu
- Mynd um ættleiðingar
- Samstarfslönd
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Engin athugasemd
2. Skýrsla skrifstofu
Elísabet fer yfir verkefni og fundi sem voru í mánuðinum – sjá minnisblað um tölfræði.
Roma dagarnir –mjög vel heppnaður viðburður.
Fjölskyldustund í fimleikasal var vel sótt og almenn ánægja með daginn.
Bókaður fundur með dómsmálaráðuneytinu 25.maí –mörg mál sem þarf að fara að vinna í.
3. NAC
Elísabet og Berglind voru á fundi með NAC í síðustu viku. Ýmislegt rætt en aðallega:
- Þróun í eftirfylgni fræðslu (post adoption service) á norðurlöndunum.
- Noregur bað um okkar fræðsluáætlun – misjafnt milli landa en ekkert jafn fast eða vel mótað og hjá okkur.
- Danmörk búið að vera meira í innanlandsættleiðingum en millilandaættleiðingum
- Social media – talað um hvernig væri hægt að nýta þann miðil til þess að ná til stærri hópa.
Stjórn NAC var spennt fyrir að koma til íslands á ráðstefnu aftur. Þurfum að fara að skoða hvort þetta geti ekki
verið möguleiki –fara að skoða hótel og kostnað, haust 2023.
Starfsmenn og stjórn spennt fyrir að halda þetta aftur hérna.
4. EurAdopt
Ráðstefna í 1.-2. september 2022. Elísabet, Ragnheiður og Rut fara á hana í Kaupmannahöfn.
5. Kortlagning á þjónustu
Elísabet hefur lagt mikla vinnu við að koma upp Excel skali til þess að kortleggja þjónustuna okkar og
tengja hana við lög og reglur sem við förum eftir. Mjög vel unnið skjal og mun nýtast okkur vel í komandi
verkefnum. Þessu skjali var skilað til DMR vegna vinnu um samþættingu á þjónustu í þágu barna.
6. Mynd um ættleiðingar
Í vinnslu er heimildamynd um ættleiðingu sem ættleiddur einstaklingur er að búa til. Stjórn ætlar að skoða
betur hvort eða hvernig við styðjum við verkefnið.
7. Samstarfslönd
Tékkland – Áttum samtal við þau en það kom lítið fram nema að það hafa verið 4 ættleiðingar á þessu ári, ekki ein eins og við héldum.
Kólumbía – eigum í miklum samskiptum við Finna sem hafa þýtt öll gögn frá þeim sem hjálpar mikið. Erum að vinna í löggildingunni.
Indland - erum að bíða eftir upplýsingum um heimsókn finnlands og svíþjóðar. Bíðum eftir hvernig þau lýsa
aðstæðum og samstarfinu.
Tógó – Tvær umsóknir inni. Sú þriðja er á leiðinni út.
8. Önnur mál
Skrifstofan er að vinna að greinagerð fyrir sýslumann. Upplýsingar til barnaverndar um hvað þarf að
koma fram til þess að sýslumaður hafni ekki á þeim forsendum að ekki nægar upplýsingar fylgja.
Þarf að samræma og vera sama „format“ á þessum skýrslum.
Á laugardaginn næsta verður sérblað með fréttablaðinu um fjölskyldufræðinga – þar er Rut að tala
mikið um ættleiðingar.
Örn veltir fyrir sér hvort það standi til að efla til hópeflis sem ÍÆ stendur fyrir en sér ekki um. Einhver vettvangur fyrir foreldra ættleiddra barna til þess að hittast. Stjórn var sammála
um að það verði eitthvað foreldri að sjá um þetta, en væri góður vettvangur fyrir foreldra til
þess að koma saman og tala opinskátt saman.