Fréttir

Stjórnarfundur 10.06.2014

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 10. júní 2014 kl. 20:00

Mættir:
Hörður,  Elín, Sigrún, Ágúst.

Einnig sat Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins fundinn.

Dagskrá:

1. Fundargerð 14.4.2014
2. Fundargerð 13.5.2014
3. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir maí
4. Húsnæðismál
5. Starfsáætlun
6. Önnur mál

1. Fundargerð 14.4. 2014 
Samþykkt

2. Fundargerð 13.5.2014
Samþykkt

3. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir maí
Skýrsla framkvæmdastjóra um starfsemi félagsins í maí lögð fram og rædd.

4. Húsnæðismál
Framkvæmdastjóra falið að óska eftir því við leigusala leiga verði lækkuð í samræmi við ákvæði leigusamnings eða samningnum sagt upp ef leigusali fellst á það.

5. Starfsáætlun
Lögð fram að nýju og samþykkt.

6. Önnur mál

  1. Rætt um virði þess að fá aðgang að ISS.
  2. Tilkynning um íhlutun sem sent var ráðuneytinu, KI spyrja hvenær við megum vænta þess að fá leiðbeiningar frá ráðuneytinu.
  3. Búlgaría- gæti orðið spennandi kostur, biðtími 3-4 ár. Búið er að kalla eftir lögum og reglum en næsta skref er að skoða þau vel.
  4. Lögmenn Höfðabakka, samningur varðandi vinnulag
  5. Samþykki GP, KI talaði um 3 manna teymi (læknir, ljósmóðir, KI)

(Ragnheiður)


Svæði