Stjórnarfundur 10.11.1982
Stjórnarfundur miðvikud. 10. nóvember '82
Mættir voru allir stjórnarmeðlimir. Formaður greindi frá samtali sínu við Maríu P. og voru bornir saman listar og biðlistar lagfærðir í ljósi þeirra upplýsingar sem fengust að norðan. Var ákveðið að efla samstarfið við Norðar____, þannig að upplýsingaflæðið væri eðlilegt milli félaganna. Lagði formaður fram á fundinum Handbók Utanríkisráðuneytisins, sem í eru upplýsingar um sendiráð og ræðismenn Íslands um heim allan. Var ákveðið að senda bréf til allra landa, sem einhverjir möguleikar eru á aðstoð. Einnig verða send bréf til þeirra ræðismanna sem svöruðu bréfum fyrri stjórnar, en ekki hefur fundist í gögnum listi yfir þá 17 aðila sem voru send bréf á árinu '81. Þá var formanni falið að skirfa Lies Damadji bréf sem fyrst.
Einnig var ákveðið að skrifa bréf til sambærilegra félaga á Norðurlöndunum.
Loks var ákveðið að láta gera nýtt bréfsefni.
Fundi slitið.
Ottó B. Ólafsson