Stjórnarfundur 10.11.2020
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 10. nóvember 2020 kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.
Mætt:, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Dylan Herrera, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Ari Þór Guðmannsson og Sigurður Halldór.
Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Askur, skýrsla skrifstofu
- Jólaball ÍÆ
- Ársáætlun 2021
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Fundargerð samþykkt.
2. Askur, skýrsla skrifstofu.
Rætt um stöðu mála á skrifstofu. Fremur rólegt, fá símtöl o.s.frv. Hafa þurft að fresta nokkrum fyrstu viðtölum sökum covid og Rut þurft að fresta fræðslu.
Kristinn upplýsir um að fyrsta umsókn til Búlgaríu hafi verið samþykkt af sýslumanni. Samskipti við tengiliði þar til að fá nýjar upplýsingar og virðist flest óbreytt.
Tvær umsóknir á leið út til samþykktar. Önnur til Kína og hin til Tékklands.
Fjölskylda sem áður hafði verið pöruð við barn frá Kína dró umsókn sína til baka eftir að nýjar upplýsingar bárust. Önnur fjölskylda einnig að draga til baka umsókn vegna þungunar.
Umsækjendur sem paraðir hafa verið við barn í Tógó fara út að hitta barnið 15. nóvember nk. Vegabréf verður sent út í gegnum sendiráð Íslands í Frakklandi til sendiráðs Frakklands í Tógó.
3. Jólaball ÍÆ
Rut hefur undirbúið árlegt jólaball með fyrirvara vegna covid. Verðum að sjá til þegar nær dregur hvernig reglurnar breytast. Líkur á að því verði aflýst en það verður þá auglýst á vefsíðu félagsins.
Verði ballið haldið voru allir sammála um að halda sama gjaldi og var í fyrra. Lítur út fyrir að það muni ganga upp.
4. Ársáætlun 2021.
Kristinn byrjaður á fjárhagsáætlun. Uppfærð útgáfa frá fyrra ári sett inn á grunn til kynningar.
Elísabet og Kristinn munu klára áætlun og senda á stjórn til samþykktar áður en áætlun verður send á ráðuneyti.
5. Önnur mál.
Stjórn hafði ákveðið fyrir einhverju síðan að hafa tiltækan sjóð sem hægt væri að sækja um styrk í þegar upp koma tilvik þegar fjölskylda er pöruð við barn en pörun svo einhverra hluta vegna dregin til baka. Tvö atvik í fyrra og eftir stendur kostnaður hjá þeim umsækjendum. Allir samþykkir þessu.
Ákveðið að formaður og varaformaður stjórnar auk framkvæmdastjóra muni sitja í ákvörðunarráði vegna umsókna. Elísabet, Lísa og Kristinn munu því sinna því. Ákvarðanir verði svo bornar undir stjórn.
Fundi lokið kl. 21:30
Næsti fundur verður þriðjudaginn 8. desember kl. 20:30.