Fréttir

Stjórnarfundur 11.3.2025

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar 
11. mars 2025 kl. 17.00 

Mættar: Helga Pálmadóttir og Selma Hafsteinsdóttir sátu fundinn. Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Kristín Ósk Wium og Sólveig Diljá Haraldsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. 

Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri tók einnig þátt í fundinum.  

  1. Fundargerð fundar 17. febrúar- samþykkt. 

  1. Skýrsla skrifstofu - farið yfir starfið á skrifstofunni í febrúar. Beðið er eftir svari dómsmálaráðuneytisins varðandi löggildinu til Tékklands og Kólumbíu 

  1. Aðalfundur- 

a. Ársreikningur 2024 - farið yfir ársreikning og gerðar nokkrar athugasemdir. 

b. Ársskýrsla- stjórn fær hana senda til yfirlestrar. 

c. Stjórnarkjör - 4 sem bjóða sig fram til stjórnar en þrjú sæti. Rætt hvort hægt væri að hafa varamann. Ásta Sól kannar möguleikana.  

d. Auglýsingar og fleira 

  1. Kólumbía -ýmislegt rætt varðandi umsókn um löggildingu, Samþykkt var að lagalegur fulltrúi félagsins á Íslandi yrði Einar Farestveit lögmaður - LL.M og eigandi Magna lögmenn og Olga Maria Velasquez de Bernal lögfræðingur í Kólumbíu. Stefnt að því að vera búin að safna gögnum fyrir löggildinguna fyrir sumarið.  

  1. Styrkir - bréf og framkvæmd, rætt um mikilvægi þess að samræma - þurfum að útfæra nokkrar útgáfu til að senda – mikil vinna fram undan.  

  1. Minnisblað til ráðherra - Ásta Sól er byrjuð að vinna texta til að senda. 

  1. EurAdopt- rætt stuttlega um ferð Helgu sem fulltrúa félagsins á fundi í Lúxemborg í apríl. 

  1. Eldhúsinnréttingin -  Eigandi samþykkti ekki þá innréttingu sem búið var að redda. Ætlar sjálfur að kaupa innréttingu en vill að ÍÆ borgi  borðplötu og fylgihluti. Nánar rætt síðar. 

Fleira var ekki rætt og fundi slitið klukkan 18.45. 


Svæði